Gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu Marðar

Mörður Árnason
Mörður Árnason mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hefur sent formönnum sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, utanríkismálanefndar og umhverfisnefndar Alþingis bréf vegna ummæla sem féllu á sameiginlegum  fundi nefndanna í gær um málefni Alþjóða hvalveiðiráðsins. Gerir hann alvarlegar athugasemdir við framgöngu Marðar Árnasonar, formanns umhverfisnefndar, í kjölfar fundarins.

„Ráðuneytið vísar til fundar sem haldinn var í gær með sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, utanríkismálanefnd og umhverfisnefnd Alþingis. Tilefni fundarins var að veita upplýsingar um málefni Alþjóðahvalveiðiráðsins frá ársfundi ráðsins í sumar, en málefni hvalveiða falla undir verksvið sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar og utanríkismálanefndar. Á fundinn mættu auk ráðherra ráðuneytisstjóri, skrifstofustjóri, aðal- og varafulltrúar Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu ásamt forstjóra Hafrannsóknastofnunarinnar.

Þingmenn spurðu margra spurninga sem ráðherra og embættismenn reyndu að leysa úr eftir fremsta megni og umræður voru almennt málefnalegar.

Augljóst var að skiptar skoðanir voru um hvalveiðar hjá þeim þingmönnum sem tjáðu sig á fundinum. Eftir sem áður liggur fyrir að Alþingi Íslendinga ályktaði árið 1999 að hvalveiðar skyldu stundaðar frá Íslandi. Þeirri ályktun hefur ekki verið breytt og eftir henni er unnið. Framganga sendinefndar Íslands á framangreindum ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins var í fullu samræmi við þessa stefnumótun að mati ráðuneytisins.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra áréttar að mál þetta takmarkast ekki við hvalveiðarnar sjálfar þótt þær skipti auðvitað sínu máli í efnahagslegu tilliti. Hér er á ferðinni margfalt stærra hagsmunamál sem lýtur að réttinum til sjálfbærra veiða á lifandi auðlindum hafsins. Ráðherra telur að skýlaus réttur til sjálfbærra veiða skipti höfuðmáli fyrir þessa þjóð sem er svo háð sjávarútvegi þegar til allrar framtíðar er litið og undir það er að sjálfsögðu tekið í þingsályktun Alþingis.

Ráðuneytið gerir hins vegar alvarlegar athugasemdir við framgöngu Marðar Árnasonar, formanns umhverfisnefndar, í kjölfar þessa fundar. Mörður kýs að tjá sig um efni fundarins á veraldarvefnum og fulltrúa ráðuneytisins í honum með einkar ósmekklegum hætti, en þess ber að geta að Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar og fundarstjóri, kynnti í upphafi fundar að um væri að ræða lokaðan fund þar sem ætlast væri til að menn gætu átt hreinskiptnar umræður.

Ráðuneytin og embættismenn þeirra hafa fram að þessu getað veitt upplýsingar og átt heilbrigðar og málefnalegar umræður á fundum með nefndum Alþingis án þess að eiga það á hættu að ráðist sé að þeim með sviguryrðum og uppnefnum á opinberum vettvangi. Vonast er til að svo megi vera áfram," segir í bréfi ráðherra.       
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

240.000 kr. í sekt

10:09 Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af ökumanni sem mældist aka á 163 km hraða á Reykjanesbraut í vikunni. Þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Viðurlög við broti af því tagi eru 240 þúsund krónur í sekt. Meira »

Tvær líkamsárásir á menntaskólaballi

09:58 Tvær líkamsárásir eru til rannsóknar hjá lögreglu eftir skólaball á vegum Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi, sem fram fór í gærkvöldi. Enginn er þó í haldi vegna þeirra og áverkar þeirra sem fyrir þeim urðu eru minni háttar. Meira »

Loftslagsmálin vinsælt fréttaefni

09:20 Fréttum um umhverfismál hefur fjölgað um tæp 80% á fimm árum og 56% aukning hefur orðið á fréttum um plast á síðustu þremur árum. Þetta kom fram í ávarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, á umhverfisráðstefnu Gallup í morgun. Meira »

Lögreglan varar við hálku

07:44 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar vegfarendur við hálku sem er víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu. Hún getur verið sérstaklega varasöm víða á göngustígum og bifreiðastæðum. Meira »

Flestar tegundir úrkomu í boði

06:52 Veður næstu tveggja sólarhringja verður ansi breytilegt og búast má við að flestar úrkomutegundir sem í boði eru komi við sögu. Í dag er gert ráð fyrir éljum ansi víða en við suður- og suðvesturströndina verður úrkoman frekar skúrakennd, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Fimm lögreglumál á einni skemmtun

06:32 Fimm mál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt í tengslum við skemmtanahald í Árbænum. Um var að ræða líkamsárásir og ölvun. Öll atvikin áttu sér stað á sömu skemmtuninni. Meira »

Árið 2019 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

05:30 „Ég er sannfærður um að árið 2019 verður stærra en 2018 í komum ferðamanna til landsins. Reksturinn á eftir að ganga vel í ár,“ segir Þórður Birgir Bogason, framkvæmdastjóri RR Hótela. Meira »

Lítið um norðurljós í vetur

05:30 Ferðaþjónustufyrirtæki hafa orðið að fella niður fjölda norðurljósaferða í vetur eða þá að ferðir hafa reynst árangurslitlar þegar horft er til himins að kvöldlagi. Meira »

Borgin greiðir Ástráði 3 milljónir

05:30 Reykjavíkurborg og hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson hafa komist að samkomulagi um að Reykjavíkurborg greiði Ástráði þrjár milljónir króna eftir að borgin braut jafnréttislög við skipun borgarlögmanns. Meira »

Gróðurhvelfingar rísi í Löngugróf

05:30 Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst nýtt deiliskipulag fyrir þróunarsvæðið Stekkjarbakki Þ73. Hugmyndir eru um gróðurhvelfingar. Skilmálar eiga að tryggja að ljósmengun frá starfsemi á svæðinu verði innan marka. Meira »

Athugull gaffall og snjall diskur

Í gær, 22:49 Eldhúsið eins og við þekkjum það í dag verður hugsanlega safngripur eftir einhver ár. Það verður ekki lengur fyrst og fremst herbergið þar sem við eldum matinn, heldur stjórnstöð þar sem við gefum tækjum og áhöldum skipanir. Meira »

Forsætisráðherra heimsótti Hæstarétt

Í gær, 21:35 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra heimsótti Hæstarétt í dag og kynnti sér starfsemi réttarins. Er þetta í fyrsta skipti sem forsætisráðherra heimsækir réttinn í þessum tilgangi. Meira »

Fjölskyldur frændanna tengjast á ný

Í gær, 21:19 Ráðning Vilhelms Más Þorsteinssonar í starf forstjóra Eimskips, sem tilkynnt var um í gær, þýðir að fjölskyldur náfrændanna Þorsteins Más Baldvinssonar hjá Samherja og Þorsteins Vilhelmssonar, athafnamanns og föður nýs forstjóra, tengjast á ný á viðskiptasviðinu. Meira »

Þreyttir á bið eftir áhættumati

Í gær, 20:56 Hundaræktarfélag Íslands krefur Kristján Þór Júlíusson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, um svör vegna frestunar á birtingu nýs áhættumats á innflutningi gæludýra til Íslands. Upphaflega var gert ráð fyrir að áhættumatið yrði tilbúið í apríl 2018, en matið hefur enn ekki litið dagsins ljós. Meira »

Vilja lækka hámarkshraða við Hringbraut

Í gær, 20:44 Skoðað verður að lækka hámarkshraða við Hringbraut úr 50 km/klst. niður í 40 km/klst., bæta lýsingu við gangbrautir og bæta stýringu umferðarljósa. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar komu með á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

„Hefði getað farið illa“

Í gær, 20:19 Björgunarsveitin Skagfirðingasveit fékk á þriðjudaginn útkall um að vélsleðamaður hefði fallið í gegnum vök. Nokkrum mínútum síðar var útkallið afturkallað eftir að maðurinn komst upp af sjálfsdáðum. Síðar um daginn tóku tíu liðsmenn sveitarinnar þátt í að draga vélsleðann upp. Meira »

Draumurinn að fylgja strákunum alla leið

Í gær, 20:19 „Þetta er æðislegt móment,“ sagði Benja­mín Hall­björns­son, betur þekktur sem Benni Bongó, syngjandi sæll og glaður þegar blaðamaður mbl.is náði tali af honum símleiðis eftir sigurinn gegn Makedóníu. „Þetta var geggjuð upplifun og frábær stemning og gaman að sjá liðið svona vel peppað.“ Meira »

Tveggja herbergja íbúðir á 14-16 milljónir

Í gær, 19:29 Fyrirtækið Pró hús ehf. ætlar að byggja 15 íbúða fjölbýlishús í Þorlákshöfn að Sambyggð 14a. Framkvæmdir hefjast í apríl og stefnt er á að afhenda íbúðirnar í júlí/ágúst 2019. Í fréttatilkynningu kemur fram að íbúðirnar verði ódýrar. Meira »

Þrjóskur með sterkan lífsvilja

Í gær, 19:20 Það hlýtur að vera sterkur lífsvilji, þrjóska eða þá að það er seigt í mér, ég veit það ekki,“ segir Tryggvi Ingólfsson, 69 ára gamall Rangæingur. Meira »
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Silfurlituð Toyota Corolla 2005 árg
Nýskoðaður og góður bíll! keyrður 224 þús. Negld vetrardekk og sumardekk í góðu ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Nissan Qashqai 2018
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=3933554 NISSAN QASHQAI, 4...