Gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu Marðar

Mörður Árnason
Mörður Árnason mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hefur sent formönnum sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, utanríkismálanefndar og umhverfisnefndar Alþingis bréf vegna ummæla sem féllu á sameiginlegum  fundi nefndanna í gær um málefni Alþjóða hvalveiðiráðsins. Gerir hann alvarlegar athugasemdir við framgöngu Marðar Árnasonar, formanns umhverfisnefndar, í kjölfar fundarins.

„Ráðuneytið vísar til fundar sem haldinn var í gær með sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, utanríkismálanefnd og umhverfisnefnd Alþingis. Tilefni fundarins var að veita upplýsingar um málefni Alþjóðahvalveiðiráðsins frá ársfundi ráðsins í sumar, en málefni hvalveiða falla undir verksvið sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar og utanríkismálanefndar. Á fundinn mættu auk ráðherra ráðuneytisstjóri, skrifstofustjóri, aðal- og varafulltrúar Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu ásamt forstjóra Hafrannsóknastofnunarinnar.

Þingmenn spurðu margra spurninga sem ráðherra og embættismenn reyndu að leysa úr eftir fremsta megni og umræður voru almennt málefnalegar.

Augljóst var að skiptar skoðanir voru um hvalveiðar hjá þeim þingmönnum sem tjáðu sig á fundinum. Eftir sem áður liggur fyrir að Alþingi Íslendinga ályktaði árið 1999 að hvalveiðar skyldu stundaðar frá Íslandi. Þeirri ályktun hefur ekki verið breytt og eftir henni er unnið. Framganga sendinefndar Íslands á framangreindum ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins var í fullu samræmi við þessa stefnumótun að mati ráðuneytisins.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra áréttar að mál þetta takmarkast ekki við hvalveiðarnar sjálfar þótt þær skipti auðvitað sínu máli í efnahagslegu tilliti. Hér er á ferðinni margfalt stærra hagsmunamál sem lýtur að réttinum til sjálfbærra veiða á lifandi auðlindum hafsins. Ráðherra telur að skýlaus réttur til sjálfbærra veiða skipti höfuðmáli fyrir þessa þjóð sem er svo háð sjávarútvegi þegar til allrar framtíðar er litið og undir það er að sjálfsögðu tekið í þingsályktun Alþingis.

Ráðuneytið gerir hins vegar alvarlegar athugasemdir við framgöngu Marðar Árnasonar, formanns umhverfisnefndar, í kjölfar þessa fundar. Mörður kýs að tjá sig um efni fundarins á veraldarvefnum og fulltrúa ráðuneytisins í honum með einkar ósmekklegum hætti, en þess ber að geta að Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar og fundarstjóri, kynnti í upphafi fundar að um væri að ræða lokaðan fund þar sem ætlast væri til að menn gætu átt hreinskiptnar umræður.

Ráðuneytin og embættismenn þeirra hafa fram að þessu getað veitt upplýsingar og átt heilbrigðar og málefnalegar umræður á fundum með nefndum Alþingis án þess að eiga það á hættu að ráðist sé að þeim með sviguryrðum og uppnefnum á opinberum vettvangi. Vonast er til að svo megi vera áfram," segir í bréfi ráðherra.       
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gunnlaugur formaður Hinsegin daga

Í gær, 21:39 Gunnlaugur Bragi Björnsson var fyrr í kvöld kjörinn nýr formaður Hinsegin daga í Reykjavík á aðalfundi félagsins.  Meira »

Ingvar Mar oddviti Framsóknar

Í gær, 21:25 Ingvar Mar Jónsson varaborgarfulltrúi verður í efsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Nauðgunarmenning í umhverfi okkar

Í gær, 21:00 „Við þurfum að skoða þetta frá öllum hliðum. Á meðan konur eru ekki jafnvaldamiklar og karlar í samfélaginu þá birtist þetta valdamisvægi í ofbeldi,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar og borgarfulltrúi, eftir fund um ofbeldi og ungt fólk. Meira »

Fara fram á fangavist yfir óléttri konu

Í gær, 20:57 Saksóknari fer fram á að kona sem er ákærð fyrir 59 milljóna fjárdrátt verði dæmd til 14 mánaða fangelsisvistar en það kom fram við þingfestingu málsins fyrir héraðsdómi í morgun. Meira »

Sigurður myndlistarmaður ársins

Í gær, 20:55 Sigurður Guðjónsson var kjörinn myndlistarmaður ársins við afhendingu Myndlistarverðlauna Íslands í Listasafni Reykjavíkur. Hvatningarverðlaun ársins hlaut Auður Lóa Guðnadóttir. Meira »

752 hættu námi í framhaldsskólum

Í gær, 20:29 Alls hættu 752 nemendur námi í framhaldsskólum áður en til lokaprófa kom á haustönn 2017. Þar af voru 403 eldri en 18 ára. Þetta kemur fram í skýrslu Menntamálastofnunar um aðgerðir gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum. Meira »

Heilsurækt á gönguskíðum

Í gær, 19:53 Gönguskíðafélagið Ullur stendur fyrir viðamikilli starfsemi í Bláfjöllum og er mestallt starf unnið í sjálfboðavinnu. Magnús Konráðsson er einn sjálfboðaliðanna og er gjarnan á vaktinni í skála félagsins. „Þegar vel viðrar,“ áréttar kappinn, sem verður 85 ára í haust. Meira »

Davíð Fannar er fundinn

Í gær, 20:12 Davíð Fannar Thorlacius sem lögreglan á Norðurlandi eystra leitaði að fyrr í kvöld er fundinn. Lögreglan þakkar veitta aðstoð. Meira »

13 fá styrk frá Isavia

Í gær, 19:52 Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum. Verkefnin eru af fjölbreyttum toga. Við val á styrkþegum er áhersla er lögð á umhverfismál, mannúðarmál, forvarnir, flugtengd málefni, listir, menningu og menntamál. Meira »

Lögreglan leitar að Davíð Fannari

Í gær, 19:46 Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að Davíð Fannari Thorlacius, 19 ára.  Meira »

Átti ekki von á þessari niðurstöðu

Í gær, 19:19 „Frekar óvænt kom tækifærið núna og ég ákvað bara að stökkva á það,“ segir Hildur Björnsdóttir sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún segir áhugann alltaf hafa blundað í sér en hún hefur hefur starfað sem lögmaður síðustu ár. Meira »

Heimsþing kvenleiðtoga næstu 4 ár

Í gær, 19:11 Ríkisstjórn Íslands og Alþingi hafa gert samkomulag við WPL, Women Political Leaders, Global Forum um að efna til Heimsþings kvenleiðtoga á Íslandi ár hvert næstu fjögur ár. Meira »

Kastað í djúpu laugina strax

Í gær, 18:40 Árdís Ilmur Petty er 21 árs Reykjavíkurmær sem hafði lengi langað til þess að flytja til útlanda. Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 2016 og þaðan lá leið hennar til Bournemouth á Bretlandi þar sem hún leggur stund á viðburðastjórnun við Bournemouth University. Meira »

Framboðslistinn samþykktur í Valhöll

Í gær, 18:12 Tillaga kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga í vor var samþykktur nánast samhljóða á fundi í Valhöll. Þar fundaði Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Meira »

Svala fékk snert af heilablóðfalli

Í gær, 17:45 Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á sjúkrahús í Los Angeles.  Meira »

Fær 8,7 milljónir vegna umferðarslyss

Í gær, 18:29 Hæstiréttur dæmdi föður manns og tryggingafélag hans til bótaskyldu vegna alvarlegs bílslyss. Farþegi bílsins fær frá þeim tæpar 8,7 milljónir króna í skaðabætur en hann slasaðist töluvert í slysinu. Hann er þó talinn meðábyrgur en ökumaðurinn, sonur hins bótaskylda, lést í slysinu. Meira »

Síðasti „hvellurinn“ í langri hrinu

Í gær, 17:58 Spár gera ráð fyrir enn einu leiðindaveðrinu síðdegis á morgun og annað kvöld. Veðurfræðingur segir þó huggun harmi gegn að allt líti út fyrir að hvellurinn á morgun sé sá síðasti í bili. Meira »

Telur siðareglur hafa verið brotnar

Í gær, 17:37 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar. Meira »
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
Er kominn tími á framkvæmdir?
Múrari: Lögg. múraramei... og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísa...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
 
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Útkeyrsla - lagermaður
Lager/útkeyrsla
Útkeyrsla/ Lagermaður óskast E...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...