Vill slíta aðildarviðræðum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að slíta eigi aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. „Ég tel að það sé rangt að við séum að standa í aðildarviðræðum og ég tel að við eigum að hætta því," sagði Bjarni í viðtali við Sigurjón M. Egilsson, í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun.

Segir hann að Sjálfstæðisflokkurinn muni leiða baráttuna gegn aðildarviðræðum að ESB. Hann segir að ekki sé hægt að gera málamiðlun í málum sem þessum. Það gangi ekki að hegða sér eins og VG hefur gert, tekið í hendur á mönnum úti en snúið sér síðan að íslensku þjóðinni með annan boðskap. Að sögn Bjarna hefur VG misst allan trúverðugleika vegna þessa.

Bjarni segist helst vilja sjá landsfund flokksins í haust snúast um málefnin og starfið. Hann ætlar að bjóða sig fram til endurkjörs en enginn hefur boðað framboð á móti honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert