Kosta um 1,7 milljarða

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Leikskólakennarar vilja fá 11% í viðbót við það sem er boðið upp á. Það myndi þýða 25,5% hækkun í heildina, sem samanlagt kosta um 1.700 milljónir eða 1,7 milljarð,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þær launahækkanir sem ASÍ og SA sömdu um hafi verið allt of miklar.

Aðspurður hvernig sveitarfélög myndu takast á við þær hækkanir sem leikskólakennarar fara fram á segir hann að það hljóti að vera misjafnt eftir sveitarfélögum. „Við þurfum bara að taka þá umræðu þegar að því kemur. Einhvernveginn þarf að fjármagna þetta og það gæti þurft að hækka leikskólagjöld í sumum sveitarfélögum.“

90.000 krónur árlega, 8.200 á mánuði

Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að  18.715 börn voru á leikskóla árið 2009 en fjöldinn mun vera svipaður nú. Ef upphæðinni, sem hækkun á launum leikskólakennara er deilt í fjölda barna á leikskóla, kemur í ljós að kostnaðurinn er um 90.000 íslenskar krónur á hvert barn árlega. Miðað við að börn séu 11 mánuði í leikskóla nemur hækkun á mánuði um 8.200 krónum.

Halldór ítrekar að enn sé tími til stefnu. Verkfall er boðað 22. ágúst og hann hvetur samninganefndirnar til að að nota tímann til þess að finna lausn á málinu.

Almennir kjarasamningar allt of háir

Hann segir að ef litið er almennt á kjarasamningana sem SA og ASÍ gerðu, óháð samningum leikskólakennara, séu kauphækkanir þar almennt allt of miklar. Hann bendir á að forsendur kjarasamninganna hafi verið rangar.

Halldór segir að mjög margir sveitastjórnarmenn í mörgum sveitafélögum hafi sagt við sig að þeir muni neyðast til þess að fjármagna launhækkanir með uppsögnum. 

„Við þurfum bara að taka þá umræðu þegar að því …
„Við þurfum bara að taka þá umræðu þegar að því kemur. Einhvernvegin þarf að fjármagna þetta og Það gæti þurft að hækka leikskólagjöld í sumum sveitarfélögum.“
mbl.is

Bloggað um fréttina