Segir Steingrím framfylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins

LIlja Mósesdóttir, alþingismaður.
LIlja Mósesdóttir, alþingismaður. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Pólitík Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, hefur aldrei gengið út á annað en að framfylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins „betur en nokkur annar.“ Þessu heldur Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, fram á Facebook-síðu sinni í dag.

„Þess vegna svíður honum þegar Þorsteinn Pálsson gagnrýnir hann fyrir að ganga ekki nógu langt í niðurskurði,“ segir Lilja og vísar þar til greinar sem birtist í dag í Fréttablaðinu eftir Steingrím þar sem hann svarar skrifum Þorsteins í sama blað.

Lilja vísar í að Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hafi varað við of hröðum niðurskurði sem drægi úr hagvexti. „Hagvöxturinn á síðasta ári og þessu ári er mun minni en gert var ráð fyrir - þökk sé „leiðtogum“ sem ekki skilja að leysa þarf skuldavandann,“ segir Lilja.

Eins og kunnugt er yfirgaf hún þingflokk Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrr á árin hvar Steingrímur er formaður og hefur síðan setið á Alþingi sem óháður þingmaður.

Facebook-síða Lilju Mósesdóttur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert