Dómur dregur úr óvissu

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Að sögn Ríkisskattstjóra lækkuðu skuldir landsmanna lítillega milli ára á síðasta ári. Skuldir vegna íbúðakaupa breyttust lítið og er lækkunin því vegna annarra skulda.

Í lok júní sl. höfðu rúmlega 2.600 heimili fengið umsókn sína um niðurfærslu húsnæðislána í 110% veðhlutfall samþykkta og biðu rúmlega 8.100 umsóknir afgreiðslu.

Dregið hefur úr óvissu um efnahagsreikninga heimila og aukin velta á fasteignamarkaði ætti að hafa jákvæð áhrif á fjármálaleg skilyrði þeirra. Þau eru þó enn erfið, segir í Peningamálum Seðlabanka Íslands.

Áætlað að 3.250 fyrirtæki til viðbótar þurfi skuldaaðlögun

Svipaða sögu má segja um fjármálaleg skilyrði fyrirtækja, þótt nýfallinn dómur Hæstaréttar um ólögmæti fjölmyntalána til fyrirtækja ætti að draga úr óvissu um afborganir á sambærilegum lánum og hugsanlega létta á skuldabyrði fyrirtækja.

Í lok maí sl. höfðu viðskiptabankarnir þrír gert tæplega 3.500 fyrirtækjum tilboð um skuldaaðlögun sem um 60% fyrirtækja þáðu. Á sama tíma var áætlað að um 3.250 fyrirtæki til viðbótar þyrftu skuldaaðlögun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert