Harka færist í deiluna

Verkfall mun hafa slæmar afleiðingar fyrir leikskólabörn og lamandi áhrif …
Verkfall mun hafa slæmar afleiðingar fyrir leikskólabörn og lamandi áhrif á samfélagið í heild, að mati samtakanna Heimili og skóli. mbl.is/Árni Sæberg

Allt útlit er fyrir að leikskólakennarar leggi niður störf í byrjun næstu viku, en enn er óljóst hversu umfangsmikil áhrif verkfallsins verða þar sem deilt er um framkvæmd þess. Aukin harka hefur færst í deiluna.

Samband íslenskra sveitarfélaga gaf í gær út þau boð að leikskólastjórum bæri að halda starfsemi áfram eins og kostur væri með því starfsfólki sem ekki færi í verkfall.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að lögfræðingar Kennarasambands Íslands telja að í þessum fyrirmælum felist verkfallsbrot, þar sem ekki megi skipa öðrum starfsmönnum að ganga í störf þeirra sem leggja þau niður. Mitt á milli standa leikskólastjórar, sem segjast verða að hlíta fyrirmælum sveitarfélaga en eru reiðir yfir að vera settir í þá stöðu að vinna gegn undirmönnum sínum.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert