Ágreiningur veikir stöðu Íslands

Þorsteinn Pálsson.
Þorsteinn Pálsson. mbl.is/RAX

Þorsteinn Pálsson, samninganefndarmaður í samninganefnd Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið, segir að það fari ekki framhjá nokkrum manni að ágreiningur sé á milli stjórnarflokkanna um hvernig viðræðum við ESB um landbúnaðarmál sé háttað.

„Ég lít á þetta sem ágreining milli stjórnarflokkanna, en ekki tveggja ráðherra. En ég þekki vitanlega ekki til innanbúðarmála í ríkisstjórninni. Ágreiningurinn hefur komið skýrast fram varðandi landbúnaðarmálin og vitanlega hefur sá ágreiningur áhrif á framgang viðræðna,“ segir Þorsteinn í Morgunblaðinu í dag.

„Það er hverjum og einum ljóst að ágreiningur stjórnarflokkanna hefur tafið viðræðurnar og veikir að mínu mati stöðu Íslands í viðræðunum. Ég hef frá upphafi haft ákveðnar efasemdir um að þessir tveir flokkar gætu lokið málinu, þó þeir gætu hafið það,“ sagði Þorsteinn.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »