Löngu búið að greiða fyrir flugvélina

Heimir Már Pétursson er upplýsingafulltrúi Iceland Express.
Heimir Már Pétursson er upplýsingafulltrúi Iceland Express. Morgunblaðið/Frikki

Alrangt er að Iceland Express hafi átt eftir að greiða fyrir leigu á flugvélinni sem fengin var til Alicante í staðinn fyrir þá sem bilaði í fyrradag, og þess vegna hafi farþegar verið látnir fara aftur út úr vélinni eftir að þeir voru komnir þangað inn.

Farþegi hélt þessu fram í samtali við mbl.is nú í hádeginu í dag. „Leiguvél kemur ekki frá Madríd til Alicante án þess að búið sé að ganga frá leigusamningi og öllu sem fluginu viðkemur," segir Heimir Már. Búið hafi verið að ganga frá þessu öllu. Hins vegar hafi farþegar verið látnir fara aftur út úr vélinni þar sem enn átti eftir að dæla eldsneyti á hana þegar þeir voru komnir þangað út.

Það helgast af því að nokkurn tíma tók að sannfæra spænskt bensínafgreiðslufyrirtæki um að dæla ætti eldsneyti sem Iceland Express hefði borgað fyrir, á þessa tilteknu vél, þar sem hún var ekki sú sama og upphaflega hafði átt að fara flugið.

Var þá um tvennt að velja, annað hvort að láta farþega sitja í vélinni með sætisólar lausar, í samræmi við öryggisreglur, hurðina opna og slökkviliðið í viðbragðsstöðu fyrir utan, eða að rýma vélina í smá stund. Í stað þess að láta farþega upplifa sig í hættu hafi verið ákveðið að láta þá bíða inni í flugstöðvarbyggingunni á meðan dælt var á vélina.

,,Þegar 200 þreyttir farþegar koma saman í flugstöð þá fæðast kjaftasögur mjög auðveldlega og fjöður verður að hænsnabúi," segir Heimir Már og ítrekar að Iceland Express hafi gert allt í sínu valdi til að lágmarka óþægindin fyrir farþega, sem hlutust af biluninni.

Spænskur starfsmaður á fótum í 30 klukkustundir

Þá segir Heimir Már það alrangt að sínu viti að flugvallarstarfsmenn hafi reynt að telja fólki trú um að með því að fara út úr flugstöðvarbyggingunni hefðu farþegar fyrirgert rétti sínum til að fara á hótel á meðan þeir biðu.

,,Okkar starfsmaður, spænsk kona, var á fótum í 30 klukkustundir til að sjá um þennan hóp. Það hvað varð um farþegana hafði ekkert með flugvallarstarfsmenn að gera. Það var alfarið séð um þetta á aðalskrifstofunni í Reykjavík og af starfsmanninum í Alicante, sem gerði kraftaverk í því að leysa málin. Það er kraftaverk að hún skyldi yfirleitt finna hótel fyrir um 125 manns á þessum tíma í Alicante," segir Heimir Már. Háannatími sé þar og meðal annars tugþúsundir manna á svæðinu í tengslum við stóra hjólreiðakeppni.

Tóku flugið út á vefnum til að gefa engar falskar vonir

Um það hvort tilkynnt hafi verið á vefnum airport.is hér heima að fluginu myndi seinka, löngu áður en farþegar voru upplýstir um það, segir Heimir Már einnig alrangt.

Á airport.is sé ekki hægt að setja inn skilaboð um að flugi sé „seinkað um ófyrirsjáanlegan tíma“. Aðeins sé hægt að setja inn tilgreina brottfarar- og komutíma.

„Við vildum ekki setja inn einhvern tíma sem gæfi fólki falskar vonir. Til þess að forðast misskilning þá tókum við flugið út af síðunni þannig að það var ekkert Alicante þar inni. Við settum það svo aftur inn þegar við vissum brottfarartímann,“ segir Heimir Már.

Hann segir að þegar 200 manna hópur tefjist á ferðalagi verði alltaf til einhver misskilningur um ástæður þess, en allt hafi verið gert til að upplýsa farþega með beinum hætti. Eðlilega hafi hann þó ekki haft tök á að hringja í alla í hópnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur kviknaði í Straumsvík

06:51 Eldur kviknaði í köplum í álverinu í Straumsvík í nótt. Slökkvilið álversins slökkti eldinn en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er með reykkafara á svæðinu sem eru að kanna hvort nokkurs staðar leynist glóð. Meira »

Skafrenningur á Hellisheiði

06:44 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

Stormur og rigning á leiðinni

06:39 Gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm undir kvöld á Suður- og Vesturlandi. Hlýnar með rigningu á láglendi. Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands ráðleggur fólki að huga að því að rigningar- og leysingarvatn komist sína leið í fráveitukerfi til að fyrirbyggja vatnstjón. Meira »

Umferðartafir á Hellisheiði

Í gær, 21:43 Umferðartafir eru á Hellisheiði (Skíðaskálabrekkunni) um óákveðinn tíma en þar lentu saman lítil rúta og jeppi. Ekki er talið að nein slys hafi orðið á fólki en mikið hefur verið um árekstra í allan dag á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

„Er þetta ekki bara frekja?“

Í gær, 20:24 Hann er 23 ára gamall og á í fá hús að venda þar sem hann hefur glímt við fíkni- og geðvanda. Allt frá því í barnæsku hefur hann verið erfiður. Tíu ára gamall var hann greindur með mótþróaþrjóskuröskun og samskipti við annað fólk hafa alltaf reynst honum erfið. Meira »

Góðar fréttir af Leo og foreldrum hans

Í gær, 20:20 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og sonur þeirra Leo, fengu þær góðu fréttir í vikunni að þýsk yfirvöld hafi ákveðið að endurskoða umsókn þeirra um alþjóðlega vernd í Þýskalandi. Meira »

Vann 52 milljónir í lottóinu

Í gær, 19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Tæplega 1800 skjálftar á sólarhring

Í gær, 19:47 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Í gær, 18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

Í gær, 18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

Í gær, 17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

Í gær, 17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

Í gær, 16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Var með barnið á heilanum

Í gær, 15:10 Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

Í gær, 16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Von á enn einum storminum

Í gær, 15:43 Von er á enn einum storminum á morgun þegar gengur í suðaustan hvassviðri eða storm seint á morgun á Suður- og Vesturlandi. Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu. Meira »

Vigdís vill verða borgarstjóri

Í gær, 14:42 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segist stefna að því að flokkurinn nái 4-6 borgarfulltrúum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá fari hún fram sem borgarstjóraefni flokksins og vilji verða borgarstjóri Reykjavíkur. Meira »
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...