Gísli Tryggvason úr Framsókn

Gísli Tryggvason, héraðsdómslögmaður.
Gísli Tryggvason, héraðsdómslögmaður.

Gísli Tryggvason, héraðsdómslögmaður og stjórnlagaráðsmaður, sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku. Þetta segir hann aðspurður í samtali við mbl.is. Gísli hefur verið virkur í starfi flokksins á undanförnum árum og sinnti meðal annars um tíma formennsku í laganefnd hans. Þá hefur hann tekið þátt í prófkjörum framsóknarmanna fyrir alþingiskosningar.

Í síðustu viku gengu auk Gísla þrír einstaklingar úr Framsóknarflokknum sem gegnt hafa ýmsum trúnaðarstörfum innan flokksins, þeir Andrés Pétursson, G. Valdemar Valdimarsson og Gestur Guðjónsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina