Röðun orkukosta kemur á óvart

,,Það kemur okkur óneitanlega á óvart hversu margir orkukostir, sem verkefnastjórn raðaði ofarlega í skýrslu sinni, hafa verið færðir niður í biðflokk og sumir jafnvel niður í verndarflokk,“ segir Gústaf Adolf Skúlason, aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, inntur eftir athugasemdum um þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem kynnt var fyrir helgi.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst ekki sáttur við þá ákvörðun að slá Norðlingaölduveitu út af borðinu.

,,Það er búið að mæta öllum helstu viðmiðunum sem voru um Norðlingaölduveitu,“ segir Jón. „Eftir stendur einhver hagkvæmasti virkjunarkostur sem við eigum með mjög litlum umhverfisáhrifum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »