RÚV eitt um að sýna ekki frá athöfninni

Haraldur Noregskonungur.
Haraldur Noregskonungur. SCANPIX NORWAY

Ríkissjónvarpið var eina norræna ríkisstöðin sem sýndi ekki beint frá minningarathöfninni um þá sem létu lífið í ódæðisverkunum í Noregi. Ræða Haraldar Noregskonungs hefur vakið mikla athygli, en konungurinn táraðist tvisvar þegar hann minntist fórnarlambanna.

Eiður Guðnason, fyrrverandi fréttamaður og ráðherra, gagnrýnir Ríkissjónvarpið á vefsíðu sinni fyrir að sýna ekki frá minningarathöfninni.

Þjóðhöfðingjar allra Norðurlandaþjóðanna voru viðstaddir minningarathöfnina. Bæði Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Jóhanna Sigurðardóttir voru við athöfnina.

Ræða Haraldar konungs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert