„Sekir um margt en saklausir af þessu“

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að hvorki hann né aðstoðarmaður hans, Kristján Guy Burgess, séu með í ráðum um stofnun nýs stjórnmálaafls. 

Í Morgunblaðinu í morgun var haft eftir heimildum að um 30 manna hópur standi að þessu nýja stjórnmálaafli og að þeirra á meðal sé Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að segja sig úr Framsóknarflokknum.

mbl.is