Vinstri-grænir líta til framtíðar

Katrín Jakobsdóttir á flokksráðsfundi VG í dag.
Katrín Jakobsdóttir á flokksráðsfundi VG í dag. mbl.is/Eggert

Til stendur að ræða tillögur að ályktunum á flokksráðsfundi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem nú stendur yfir á Hótel Loftleiðum. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksráðs, setti fundinn nú fyrir stundu.

Katrín sagði að nú þegar kjörtímabilið væri hálfnað væri rétti tíminn fyrir Vinstri-græna að skoða hvaða mál flokkurinn ætti að setja á oddinn síðari hluta kjörtímabilsins. Hingað til hefðu kraftarnir verið nýttir í rústabjörgun en nú væri tími til að líta til framtíðar.

Meðal þess sem rætt verður í kvöld er tillaga stjórnar Vinstri-grænna um stuðning við ríkisstjórnina. Þar segir m.a. að ótvíræður árangur hafi náðst í mörgum málaflokkum svo sem skattamálum, mannréttinda- og dómsmálum, umhverfismálum, menntamálum og málefnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Nú þurfi flokkurinn að líta fram á veginn.

Í tillögu stjórnar Vinstri-grænna segir að flokksráðsfundurinn hvetji ríkisstjórnina til að ljúka vinnu við grundvallarbreytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu þar sem óumdeild yfirráð íslensku þjóðarinnar á nytjastofnun á Íslandsmiðum verði tryggð og meint eignarréttarlegt samband útgerða á nytjastofnum landsins verði rofið.

Þá vill stjórn flokksins leggja meiri áherslu á kvenfrelsismál og ljúka t.d. við innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar. Hún vill einnig leggja áherslu á að ríkisstjórnin standi vörð um eign þjóðarinnar á orkuverum og orkuauðlindum.

Fulltrúar á flokksráðsfundi VG í dag.
Fulltrúar á flokksráðsfundi VG í dag. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert