Fækki „orkueyðandi hraðahindrunum“

Úr umferðinni í Reykjavík.
Úr umferðinni í Reykjavík. Eggert Jóhannesson

Skorað er á Ögmund Jónasson innanríkisráðherra og ráðherra samöngumála á flokksráðsfundi Vinstri grænna að beita sér fyrir því að nota hraðahindranir sem spara orku. Óheppilegt sé að nota „orkueyðandi hraðahindranir“.

Það er Vilhjálmur Árnason sem leggur fram ályktun þessa efnis en í henni segir orðrétt:

„Notkun dagljósabúnaðar bifreiða yfir sumartíma myndi spara töluverða orku í rafmagnsframleiðslu og bensín bílaflotans yfir björtustu mánuði ársins. Aðrar leiðir eru jafnframt færar til orkusparnaðar.

Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hvetur innanríkisráðherra til að gera úttekt á því hversu mikill sparnaður gæti falist í því að nota ekki orkueyðandi hraðahindranir heldur leitast við að nota hraðahindrandir sem spara orku.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert