Í óða önn að þurrka upp kjallarann

Vatn flæddi víða inn í kjallara húsa í New Jersey.
Vatn flæddi víða inn í kjallara húsa í New Jersey. Reuters

„Það er allt á floti í kjallaranum hjá mér og ég er með viftu í gangi og handklæði og tuskur til að þurrka allt upp,“ segir Halldóra Ingthors, innanhússhönnuður, sem búsett er í Weehawken í New Jersey.

Hún segist að öðru leyti hafa orðið lítið vör við fellibylinn Írenu, sem fór yfir New Jersey í dag en það versta hafi gengið yfir um tvöleytið í nótt.

„Yfirvöld sendu út tilkynningu um hvernig bæri að haga sér og hér hinum megin við götuna er rafall sem fór strax í gang þegar rafmagnið fór af. Þetta hafði því lítil áhrif á okkur en um leið og ég heyrði af þessu á fimmtudagskvöldið fór ég út og keypti nóg af vatni og mat til að eiga í þrjá daga. Svo setti ég öll blómaker og annað lauslegt inn þannig að ekkert gæti fokið,“ segir Halldóra.

Allt var á floti í kjallaranum hjá Halldóru.
Allt var á floti í kjallaranum hjá Halldóru. mynd/Halldóra
Halldóra Ingthors.
Halldóra Ingthors.
mbl.is

Bloggað um fréttina