Alþjóðleg ráðstefna í Öskju um hlýnun

Jöklarnir hopa.
Jöklarnir hopa. Rax / Ragnar Axelsson

Á morgun verður sett í Öskju, húsi náttúruvísinda við Háskóla Íslands, alþjóðleg ráðstefna um jökla og loftslagsbreytingar á Himalajasvæðinu. Ráðstefnuna sækja vísindamenn og sérfræðingar frá Kína, Indlandi, Nepal, Pakistan og Tadsjikistan sem og frá háskólum og rannsóknarstofnunum á Íslandi, í Bandaríkjunum, Kanada og nokkrum Evrópulöndum.

Ráðstefnan stendur dagana 30. ágúst til 1. september og henni lýkur með vettvangsferð um jökla og gosstöðvar á Suðurlandi. Ráðstefnan er haldin í boði Háskóla Íslands og forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar. Þetta er í þriðja sinn sem vísindamenn og sérfræðingar frá Himalajalöndum koma saman til að fjalla um breytingar á jöklum, gróðurfari og vatnsbúskap. Verkefnið hefur hlotið nafnið „Third Pole Environment“ með tilvísan til þess að jöklabreiður Himalajasvæðisins megi kalla þriðja skautið, næst á eftir norðurskautinu og suðurskautinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert