Gleymdist hjá borgaryfirvöldum

Lítið fer fyrir öndum þegar gefið er brauð við Tjörnina …
Lítið fer fyrir öndum þegar gefið er brauð við Tjörnina í dag.

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir skýrslu um fuglalíf við Reykjavíkurtjörn hafa fallið á milli skips og bryggju hjá borgaryfirvöldum.

„Þetta var tekið út af fundi vegna fjölda aðkallandi mála sem þurfti að afgreiða. Svo líður tími og málið var ekki tekið inn á fund að nýju. Þetta voru bara heiðarleg mistök sem urðu til þess að málið gleymdist þar sem áhugaleysi var ekki um að kenna,“ segir Kristín Soffía um meðferð borgarinnar á skýrslu Ólafs K. Nielsen vistfræðings og Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings.

Skýrslan var afhent garðyrkjustjóra í janúar en var ekki tekin fyrir af umhverfis- og skipulagsráði fyrr en í ágúst eins og kom fram í Morgunblaðinu sl. laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »