Réttað yfir meðlimum Black Pistons

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur mbl.is

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins á hendur tveimur karlmönnum sem ákærðir eru meðal annars fyrir frelsissviptingu og sérstaklega hættulega líkamsárás í maí síðastliðnum hefst á tíunda tímanum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mennirnir tveir eru sagðir meðlimir í vélhjólagenginu Black Pistons. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin standi fram eftir degi, sem og á morgun.

Mönnunum tveimur, Davíð Frey Rúnarssyni og Ríkharð Júlíusi Ríkharðssyni, er gefið að sök, að hafa þriðjudaginn 11. maí og aðfaranótt 12. maí sl. svipt karlmann frelsi sínu, haldið honum nauðugum á heimili annars þeirra sem og í geymsluhúsnæði í eigu tengdaföður annars þeirra, misþyrmt honum og svívirt með margvíslegum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert