Höfundar skýrslu um fuglalíf kallaðir á fund ráðsins

Hettumávar og grágæs rífast um æti á Tjörninni.
Hettumávar og grágæs rífast um æti á Tjörninni.

Höfundar svartrar skýrslu um fuglalíf á Reykjavíkurtjörn árið 2010 verða kallaðir á næsta fund umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur til að kynna skýrslu sína og hugmyndir til úrbóta. Fundurinn er á dagskrá 13. september.

Karl Sigurðsson, formaður ráðsins, vill bíða með að tjá sig um efni skýrslunnar þar til eftir fund með þeim Ólafi K. Nielsen og Jóhanni Óla Hilmarssyni, sem gerðu skýrsluna. Umrædd skýrsla var afhent borginni í janúar en ekki lögð fyrir umhverfisráð fyrr en 9. ágúst sl.

Karl segir að um yfirsjón hafi verið að ræða. Miklar annir hafi verið hjá ráðinu á vordögum, mörg verkefni sem þurfti að leysa fyrir sumarleyfi og því hafi skýrslan fallið milli skips og bryggju.

Meðal þess sem höfundar skýrslunnar leggja til er að andarungum sé tryggð próteinrík fæða, þeir séu með öðrum orðum fóðraðir, en fæðuskortur í Tjörninni hefur staðið þeim fyrir þrifum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »