AGS barðist gegn aðgerðum fyrir heimilin

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson Kristinn Ingvarsson

„Sú krafa var uppi í upphafi kreppunnar að allar skuldir yrðu færðar niður á þeim grundvelli sem Hagsmunasamtök heimilanna kröfðust. Þeirri hugsun var ég algerlega sammála,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, spurður um þau ummæli hans í pistli að AGS hafi lagst gegn skuldaniðurfellingu fyrir heimilin.

Ögmundur segir sjóðinn hafa beitt sér gegn aðgerðum í þágu heimilanna en hann viðraði þá skoðun einmitt í pistli sem sagt hefur verið frá á vef Morgunblaðsins.

„Reyndar hafði ég lagt til haustið 2008 að vísitalan yrði tekin úr sambandi. Krafan var að vaxtastigið héldi en að það yrði farin einhvers konar millileið með verðtrygginguna.

Mér fannst þetta sanngjörn krafa. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sneri hins vegar röngunni út í málinu og krafan náði af þeim sökum aldrei fram að ganga, fékk aldrei alvarlega umræðu,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert