Telur lagastoð fyrir útreikningi verðbóta

mbl.is/Ernir

Seðlabankinn segir, að efnisleg niðurstaða í útreikningum á verðtryggingu lána sé sú sama hvort sem greiðslur eða höfuðstóllinn séu verðbætt.

Þetta kemur fram í svörum, sem Seðlabankinn hefur sent umboðsmanni Alþingis við spurningum um verðtryggingu. Segist bankinn því ekki sjá að meginregla laga um verðtryggingu lánsfjár hafi verið ranglega framkvæmd þó reglur Seðlabankans kveði á um verðbættan höfuðstól en lögin um verðbættar greiðslur.  Því skorti reglurnar ekki lagastoð.

Seðlabankinn segist ætíð hafa fylgt þeirri stefnu og meginreglu, sem mörkuð var við upptöku almennrar verðtryggingar, að höfuðstóll skuldar breytist með verðlagsþróun og að afborganir og vextir reiknist af verðbættum höfuðstól.

Bréf Seðlabankans til umboðsmanns Alþingis

mbl.is