Gangi inn í umræðu af ábyrgð

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. Reuters

Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýndi forseta Íslands á Alþingi í dag fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtali við Ríkisútvarpið um helgina. Gera verði þá kröfu að forsetinn gangi inn í opinbera umræðu af ábyrgð.

Ólína Þorvarðardóttir sagði í umræðu um störf þingsins, að í viðtalinu hefði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins, sakað stjórnvöld óbeint eða beint um að hafa beygt sig fyrir ótækum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave-málinu og gefið þannig til kynna að stjórnvöld hefðu brugðist því hlutverki sínu að gæta þjóðarhagsmuna.

Sagði Ólína, að með þessu hefði Ólafur Ragnar gengið inn í umræðu sem var til lykta leidd í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr á þessu ári, meðal annars fyrir hans tilstilli þegar hann neitaði að samþykkja lög um Icesave-samkomulagið.

Ólína sagði að deila mætti um hvort þessar lyktir væru þjóðinni til farsældar.  Einnig hefði komið í ljós að eignir Landsbankans dygðu fyrir kröfum Breta og Hollendinga og því mætti spyrja hvort Íslendingar hefðu til einskis þjáðst í umræðunni undanfarin tvö ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert