Lætur dreddana fjúka til góðs

Bræðurnir Markús, Aron, Birkir og Elías eru allir saman í ...
Bræðurnir Markús, Aron, Birkir og Elías eru allir saman í hljómsveitinni Tilviljun? Aron hefur safnað dreddum í sjö ár en ætlar að klippa þá af nái hann að safna 100 þúsund kr. til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.

Hárið á Aroni Bjarnasyni er mikil höfuðprýði. Hann hefur safnað dreddum í sjö ár en ætlar nú að láta þessa miklu lokka fjúka fyrir gott málefni. „Dreddarnir látnir fjúka til góðs!“ er yfirskrift söfnunar sem Aron hefur efnt til í gegnum samskiptasíðuna Facebook.

Hann hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum til að sporna við þeirri miklu hungursneyð sem er í austur hluta Afríku og ætlar að klippa af sér dreddlokkana ef hann nær að safna hundrað þúsund krónum. Peningarnir renna beint til Hjálparstarfs kirkjunnar, sem er með neyðaraðstoð á svæðinu.

„Þetta byrjaði þannig að ég og hljómsveitin sem ég er í, sem heitir Tilviljun?, ákváðum að halda styrktartónleika sem fara fram á sunnudaginn. Síðan datt mér bara í hug, því ég hef svolítið verið að pæla í að klippa mig, að nýta tækifærið og reyna að safna pening í leiðinni. Ég og bræður mínir þrír sem eru með mér í hljómsveitinni bjuggum í Eþíópíu í átta ár svo þetta stendur okkur nær. Foreldrar okkar voru kristniboðar og með hjálparstarf þar,“ segir Aron.

Söfnunin hófst síðasta sunnudag og stendur í viku. Viðbrögðin hafa verið góð að sögn Arons sem er viss um að upphæðin verði komin í hundrað þúsund þegar þetta viðtal birtist. Hann segir að nú sé tækifærið fyrir þá sem finnst hárgreiðslan hans ljót að taka upp veskið og leggja sitt af mörkum. Hann hefur efnt til svolítillar keppni í kringum söfnunina, þeir sem vilja að hann losi sig við hárið eiga að skrifa Hár í athugasemd þegar lagt er inn á reikninginn en þeir sem vilja að hann haldi því skrifa Halda.

Á hann ekki eftir að sjá eftir hárinu? „Dreddarnir eru mikill partur af mér svo það verður líklega sjokk að losna við þetta en það er mikil huggun að vita að maður er að styrkja gott málefni. Eldri bróðir minn er líka með dredda, hann var að segja að ef heildarsöfnunin kæmist upp í milljón þá myndi hann klippa sig líka,“ segir Aron. Hann á líka tvo yngri bræður með dredda. „Við erum fjórir bræður á aldrinum 14 til 23 ára og allir með dredda. Við eldri bræðurnir erum búnir að vera með þetta í sjö ár en þeir yngri bara í tvö ár og ekki tilbúnir að klippa þá af sér,“ segir Aron en það var systir þeirra bræðra sem gerði dreddana í þá.

Þið eruð ekki ein

Styrktartónleikar vegna hungursneyðar í Austur-Afríku fara fram sunnudag 11. september kl. 20 í Fíladelfíu, Hátúni 2, í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. Þar leika hljómsveitin Tilviljun?, tónlistarmaðurinn Pétur Ben og sr. Guðmundur Karl Brynjarsson. Aðgangseyrir er 1.500 kr. og rennur óskiptur til neyðarhjálparinnar í Afríku.

Þeir sem vilja styrkja hársöfnun Arons eða Hjálparstarf kirkjunnar geta millifært inn á reikning hjálparstarfsins; Reikningsnr: 0334-26-886 og kt: 4506700499. „Markmiðið með tónleikunum er að safna hálfri milljón og markmið mitt með hárinu er að safna hundrað þúsundum. Fyrir 500.000 kr. getur þú keypt korn fyrir 2000 manns í þrjá mánuði svo þetta framtak okkar á vonandi eftir að framfleyta mörgum,“ segir Aron.

Innlent »

Hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið

12:38 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp í mars um breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur, en í því verður gert ráð fyrir að hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið. Meira »

Ákærðir vegna skattaskulda

11:41 Tveir menn á fertugs- og fimmtugsaldri hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum, vegna starfsemi tveggja einkahlutafélaga sem voru undir þeirra stjórn, Austurstræti 7 ehf. og X 1050 ehf. Meira »

Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálfta

11:28 Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey heldur áfram en undir morgun mældist skjálfti upp á 5,2. Meira »

Ekki hægt að sanda húsagötur

10:35 Sökum mikils vatnsrennslis þýðir ekki að bera sand á göturnar enn sem komið er segir rekstrarstjóri vetrarþjónustu gatna í Reykjavík. Unnið er að því að bera á gangstéttir. Mjög hált er á gangstéttum og í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu og er fólk hvatt til þess að fara varlega. Meira »

Gæti komið annar af svipaðri stærð

10:23 „Okkur þykir líklegast að skjálftavirknin muni deyja út og þetta hafi verið stærsti skjálftinn, en þó gæti komið annar af svipaðri stærð. Við getum ekki útilokað það,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
 
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Félagsslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...