Black Pistons-mál heldur áfram

Mennirnir á leið fyrir dómara við upphaf aðalmeðferðar málsins.
Mennirnir á leið fyrir dómara við upphaf aðalmeðferðar málsins. mbl.is

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins á hendur formanni og meðlimi vélhjólasamtakanna Black Pistons hélt áfram eftir hádegið í dag. Enn er eftir að taka skýrslu af fáeinum vitnum auk þess sem munnlegur málflutningur fer fram.

Mönnunum, Ríkharð Júlíusi Ríkharðssyni og Davíð Frey Rúnarssyni, er gefið að sök að hafa haldið karlmanni fæddum árið 1989 nauðugum frá þriðjudagskvöldi, 11. maí sl., til hádegis næsta dags, þegar maðurinn slapp úr haldi þeirra. Samkvæmt ákæru var manninum misþyrmt alloft á þeim tíma, m.a. með þykkum tölvukapli, skrautsverði og kústskafti. Hann hlaut margvíslega áverka.

Áður hefur komið fram í málinu að annar sakborninga, Davíð, játar líkamsárás en neitar að um hafi verið að ræða frelsissviptingu. Ríkharð sem er foringi samtakanna neitar sök að öllu leyti og hefur neitun hans fengið stoð í framburði Davíðs. Fórnarlambið í málinu hélt því hins vegar fram að báðir hefðu þeir haldið sér nauðugum og Ríkharð jafnvel átt meiri þátt í líkamsmeiðingunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert