Grímsstaðamálið í kosningu?

Huang Nubo
Huang Nubo Ernir Eyjólfsson

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra velti því upp í ræðu sinni á ráðstefnu um lýðræði í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær hvort íslenska þjóðin ætti að fá rétt til að kjósa um fyrirhugaðar fjárfestingar Kínverjans Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum.

Ýtarlega er fjallað um aðra hluta ræðu ráðherrans á öðrum stað á fréttavef Morgunblaðsins.

Í lok ræðunnar vék ráðherrann að hinni fyrirhuguðu fjárfestingu og mátti af orðavali hans skilja að hann væri a.m.k. fylgjandi því að kanna kosti þjóðaratkvæðis um Grímsstaðamálið.

Orðrétt sagði Ögmundur Jónasson: 

„Annað sem getur valdið togstreitu er hvaða lýðræðisheild eigi að taka ákvörðun um hvaða viðfangsefni. Taka Reykvíkingar einir ákvörðun um framtíð Reykjavíkurflugvallar? Á þjóðin öll að koma að því máli? Hvað með Jökulárnar í Skagafirði, Landmannalaugar, Gullfoss eða Grímsstaði á Fjöllum?

Hver á að hafa ákvörðunarvaldið yfir þessum stöðum, þeir sem hafa einkaeignarrétt á hendi, sveitarfélög, þjóðin öll? Hvar skarast réttur fjármagns og lýðréttinda?“ spurði Ögmundur.

mbl.is

Bloggað um fréttina