Skoða stofnun nýs stjórnmálaflokks

Heiða Kristín Helgadóttir.
Heiða Kristín Helgadóttir.

„Við höfum verið að ræða saman og sjá til hvort við eigum einhverja sameiginlega fleti og tengja saman hópa sem eru í kringum okkur og Guðmund Steingrímsson [alþingismann]. Við erum að skoða það að stofna nýjan flokk,“ segir Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins.

Haft var eftir Guðmundi Steingrímssyni í fréttum RÚV í gærkvöldi að hann ætlaði að stofna nýjan flokk með Besta flokknum og stefndi á framboð á landsvísu.

mbl.is

Bloggað um fréttina