Ekkert ákveðið um fjárfestingu

Húsavík.
Húsavík. www.mats.is

Finnska fyrirtækið Kemira hefur ekki tekið neinar ákvarðanir varðandi fjárfestingar á Íslandi, að sögn Kari Savolainen, yfirmanns upplýsingamála hjá hinu finnska risafyrirtæki Kemira.

Sem kunnugt er gaf Skipulagsstofnun út ákvörðun hinn 20. september síðastliðinn um matsskyldu tveggja áþekkra natríumklóratverksmiðja Kemira. Samkvæmt innlögðum gögnum áformaði fyrirtækið að byggja verksmiðjurnar annars vegar á Grundartanga og hins vegar á Bakka við Húsavík.

„Við erum stöðugt að meta framleiðsluvalkosti út frá samkeppnishæfni. Ísland er einungis einn mögulegra staða sem við höfum kannað ásamt fjölda annarra valkosta. Kemira hefur ekki tekið neina ákvörðun varðandi fjárfestingu á Íslandi,“ segir Savolainen í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert