Stjórnvöld leggja stein í götu

Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir stjórnvöld hafa lagt stein í götu atvinnulífsins og að samtökin muni ekki hafa frumkvæði að samvinnu við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur héðan í frá.

Ákvörðunin kemur í kjölfar vanefnda stjórnvalda. Vilmundur gagnrýnir jafnframt harðlega vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í tengslum við hugsanlegar fjárfestingar Kínverjans Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum.

mbl.is