Svipuð úrræði og annars staðar

Guðbjartur Hannesson
Guðbjartur Hannesson mbl.is/Ómar Óskarsson

Úrræði fyrir fólk í greiðsluvanda eru að mörgu leyti sambærileg á Norðurlöndunum en útfærslur á framkvæmd eru nokkuð mismunandi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra til Alþingis þar sem gerð er grein fyrir úrræðum fyrir skuldara í hverju landanna fyrir sig.

Skýrslan er gerð að beiðni þingmannanna Róberts Marshall, Ólafs Þórs Gunnarssonar, Þórs Saari, Birgis Ármannssonar, Vigdísar Hauksdóttur, Þráins Bertelssonar, Valgerðar Bjarnadóttur, Árna Þórs Sigurðssonar, Atla Gíslasonar og Sigurðar Kára Kristjánssonar.

Alls staðar bjóða fjármálastofnanir viðskiptavinum almenn úrræði vegna tímabundinna greiðsluerfiðleika svo sem frystingu lána og lengingu lánstíma, auk fjármálaráðgjafar. Einnig er veitt símaráðgjöf fyrir skuldara á landsvísu, segir á vef velferðarráðuneytisins.

Alls staðar á Norðurlöndunum geta þeir sem komnir eru í alvarlega greiðsluerfiðleika sótt um greiðsluaðlögun og er úrræðið bundið í lög, líkt og hér á landi samkvæmt lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina