Helgi í Góu opnar nýjan stað

Helgi í Góu.
Helgi í Góu.

„Maður er bara að reyna að skaffa vinnu,“ segir Helgi Vilhjálmsson, betur þekktur sem Helgi í Góu, en hann undirbýr nú opnun nýs veitingastaðar Kentucky Fried Chicken.

Helgi segir undirbúninginn hafa staðið yfir í eitt ár og talsverðan tíma taki að uppfylla öll nauðsynleg leyfi fyrir veitingastaðnum, en hann er sagður nær tilbúinn. „Þetta er nýr tími, hér áður gátu menn opnað og svo var farið yfir þetta en nú má ekkert gera fyrr en öll leyfi eru komin.“

Helgi segir að með opnun staðarins muni skapast um 20 til 25 ný störf og vonast hann til að nýja staðnum verði vel tekið, en hann stendur við Olís á Sæbraut.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert