Upplausn innan Borgarahreyfingarinnar

mbl.is

Félagar Borgarahreyfingarinnar fengu í dag sendan tölvupóst frá stjórnarformanni Borgarahreyfingarinnar þar sem áréttað er að aðalfundur hreyfingarinnar á morgun sé löglega boðaður og fari því fram. Áður höfðu félagar fengið tölvubréf frá varaformanni stjórnar þar sem segir að ekki hafi verið boðað til fundarins með löglegum hætti og sé hann umboðslaus sem aðalfundur Borgarahreyfingarinnar.

Í bréfi Þórdísar Sigurþórsdóttur, stjórnarformanns Borgarahreyfingarinnar, segir að Guðmundur Andri Skúlason, varaformaður, hafi haldið félagaskránni í gíslingu og „skráin sem hann afhenti stjórn 2. ágúst sl. var ekki sú sama og hann skilaði inn til Ólafs Kristinssonar lögmanns BH eftir að boð um aðalfund var sent út. Það félagatal sem notað var til að boða til fundarins var lýst löglegt félagatal af meirihluta stjórnar á stjórnafundi.“

Guðmundur Andri Skúlason, varaformaður stjórnar, segir í bréfi sínu að fundurinn eigi ekki að fara fram. „Alvarlegustu meinbaugir [sic] þess fundarboðs sem formaður stjórnar sendi þann 19. ágúst eru að félagaskrá sú er þá var stuðst við, er ekki hin raunverulega félagaskrá Borgarahreyfingarinnar. Rétt skráðir félagar í Borgarahreyfingunni voru því ekki boðaðir á aðalfund hreyfingarinnar, heldur einhverjir aðrir einstaklingar.“

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert