Styðja tillögu um tóbaksbann

Tóbaksnotkun leggur að velli á milli 300 og 400 Íslendinga …
Tóbaksnotkun leggur að velli á milli 300 og 400 Íslendinga ár hvert.

Tóbaksvarnaþing Læknafélags Íslands lýsir yfir eindregnum stuðningi við þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir og fagnar framsýni þeirra þingmanna sem það mál flytja. Tillagan felur í sér þá stefnumörkun að  tóbak verði tekið úr almennri sölu hér á landi og að tóbaksreykur verði skilgreindur sem krabbameinsvaldandi efni.

Tóbaksvarnaþing ítrekar nauðsyn þess að tóbaksvarnir á Íslandi verði auknar verulega og hvetur til þess að aðferðir sem draga úr nýliðun tóbaksneytenda meðal barna og unglinga verði settar í algeran forgang af stjórnvöldum.

Tóbaksvarnaþing fagnar vinnu við stefnumótun í tóbaksvörnum sem velferðarráðherra hefur boðað og minnir á aðgerðaráætlun, sem Tóbaksvarnaþing ársins 2009 samþykkti. Þar er bent á hvaða stjórnvaldsaðgerðir eru nauðsynlegar til að draga úr tóbaksneyslu barna og unglinga á Íslandi og hindra að þau ánetjist tóbaki. 

Tóbaksnotkun leggur að velli á milli 300 og 400 Íslendinga ár hvert. Enn fleiri veikjast og hljóta örorku vegna tóbaksnotkunar. Að mati Læknafélagsins er um að ræða faraldur sem læknar og aðrir sem láta sig heilbrigði varða vilja stöðva.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert