Mikil eftirspurn á flugi til Eyja

Flugfélagið Ernir
Flugfélagið Ernir

Mikil eftirspurn hefur verið að undanförnu á flugi Flugfélagsins Ernis til og frá Eyjum. Hefur Flugfélagið Ernir sett upp aukaflug vegna þessa og má nefna að fimm flug voru farin til Eyja síðasta laugardag.

Nú þegar hefur verið bætt við aukaflugi seinni partinn á föstudaginn og er útlit fyrir að fleiri aukaferðir verði farnar þessa vikunna. Fólk er hvatt til að panta tímanlega og fylgjast með upplýsingum um aukaflug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert