Ekki tilraun til þöggunar

Karl Sigurbjörnsson, biskup.
Karl Sigurbjörnsson, biskup. mbl.is/Ómar

Biskupsstofa hefur jafnframt sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur. Þar er m.a. vitnað til niðurstöðu Rannsóknarnefndar kirkjunnar um að ekki hafi verið um tilraun til þöggunar að ræða í meðferð kirkjunnar og biskups í málinu.

Yfirlýsing Biskupsstofu er eftirfarandi:

„Biskupsembættið og kirkjuráð hafa sætt gagnrýni í sambandi við samskipti þeirra við Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur. Flestir þættir þessa máls komu fram í Rannsóknarskýrslu kirkjuþings. Þó virðist ríkjandi sá skilningur að erindi hennar hafi ekki verið svarað fyrr en rúmu ári síðar og því er mikilvægt vegna umræðunnar að benda á nokkur atriði varðandi þetta til skýringar.

Guðrún Ebba setti í bréfi sínu fram nokkur atriði um bætt vinnubrögð kirkjunnar varðandi kynferðisbrotamál auk þess að óska eftir því að Sigrún Pálína Ingvarsdóttir fengi áheyrn hjá Kirkjuráði, sem og hún sjálf. Kirkjuráð ákvað að bjóða Sigrúnu Pálínu á fund ráðsins 19. júní 2009 og var Guðrúnu Ebbu boðið að koma á þann fund. Guðrún Ebba hafnaði því og taldi mál þeirra ósambærileg. Í lok fundarins með Sigríði Pálínu samþykkti Kirkjuráð ályktun sem tekur mið af ábendingum Guðrúnar Ebbu. Kirkjuþing 2009 samþykkti siðareglur fyrir presta og alla starfsmenn kirkjunnar og reglur um svonefnda skimun. Það var gert til að bæta vinnubrögð kirkjunnar.

Þegar Guðrún Ebba mætti til fundar við Kirkjuráð 17. ágúst 2010 baðst biskup afsökunar á því hve dregist hefði að svara málaleitan hennar. Hún tók því vel og sagði að sér væri mest um vert að fundurinn ætti sér stað. Á fundinum sagði Guðrún Ebba sögu sína og biskup tjáði henni sorg og samlíðan viðstaddra og tjáði henni hvað kirkjan hefði gert til að koma á móts við óskir hennar og vinna að betri vinnubrögðum og viðhorfum í þessum efnum.

Þegar ásökun kom fram síðastliðið sumar um að meðferð kirkjunnar á þessu máli væri tilraun til þöggunar af hálfu biskups ákvað Kirkjuráð að fara þess á leit við Kirkjuþing að sett yrði á laggirnar óháð Rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á málinu.

Niðurstöður nefndarinnar lágu fyrir hinn 10. júní síðastliðinn. Þar er bent á að mistök hafi verið gerð hvað varðar skráningu erindisins og dráttur á því að Guðrún Ebba var boðuð til fundar. Að mati nefndarinnar var hér þó ekki um tilraun til þöggunar að ræða.

Biskup og Kirkjuþing báðust afsökunar á mistökunum. Kirkjuþing samþykkti einróma ályktun og kaus fimm manna nefnd til að koma með tillögur um úrbætur í samræmi við ábendingar rannsóknarnefndarinnar með það að markmiði að vinnubrögð í öllu sem snertir forvarnir, fræðslu og viðbrögð og eftirfylgd er varða kynferðislegt áreiti og ofbeldi væri til fyrirmyndar. Þær tillögur verða lagðar fyrir Kirkjuþing 2011."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ganga í Fífunni í kjölfar stangarstökks í Öræfum

19:38 Aldurinn þvælist ekki fyrir fólki, sem mætir í Fífuna, íþróttahöll Breiðabliks í Kópavogi, og gengur sér til heilsubótar á morgnana, sumir alla virka daga. Meira »

Vissu ekki að um sakamál væri að ræða

19:34 Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ segjast ekki hafa haft upplýsingar um að mál dagmóður sem var dæmd fyrir líkamsárás gegn tæplega tveggja ára barni væri rannsakað sem sakamál fyrr en nokkrum mánuðum eftir að það kom upp. Meira »

Kynleg glíma kynjanna

19:18 Glímukeppni með yfirskriftinni Stríð kynjanna þar sem konur eins og Mánaskin, Legna prinsessa og Lilly stjarna berjast við karla, sem eru stærri en þær á alla kanta, nýtur mikilla vinsælda í Mexíkó. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

19:18 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 3,2 milljarðar króna.  Meira »

Ásgeir ráðinn upplýsingafulltrúi

18:44 Ásgeir Erlendsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann hefur störf þar í maí en verður áfram einn umsjónarmanna Íslands í dag fram að því. Þetta staðfestir Ásgeir í samtali við mbl.is. Meira »

Biskup framlengir leyfi sóknarprests

18:30 Biskup Íslands hefur ákveðið að framlengja leyfi Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests Grensásprestakalls, ótímabundið á meðan mál hans er til ákvörðunar hjá embættinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

Ekki sekir um hafa velt bíl á hliðina

17:55 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo menn sem voru ákærðir fyrir hafa mánudagskvöldið 27. júní 2016 „af gáska og á ófyrirleitinn hátt“ stofnað lífi og heilsu manns og konu í hættu með því að hafa velt bifreið á vinstri hlið er hún stóð kyrrstæð. Meira »

Persnesk vorhátíð í Ráðhúsinu

18:07 Nú fer fram Nowruz-vorhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur en hún er mikilvæg hjá þjóðarbrotum sem hafa persneskar rætur. 150 manns frá hinum ýmsu löndum taka þátt en margir þeirra eru flóttamenn og hælisleitendur. Eshan Ísaksson segir mestu máli skipta að safna fólkinu saman. Meira »

Mosfellsbær þarf að greiða yfir 20 milljónir

17:44 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Mosfellsbæ til þess að greiða Spennt ehf 20.099.106 krónur með dráttarvöxtum. Þá þarf Mosfellsbær að greiða 2.500.000 krónur í málskostnað. Meira »

ASÍ tekur ekki sæti í Þjóðhagsráði

16:53 Miðstjórn ASÍ ákvað á fundi sínum í dag að Alþýðusambandið myndi ekki taka sæti í Þjóðhagsráði, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að útvíkka erindi ráðsins og ræða félagslegan stöðugleika ásamt efnahagslegum stöðugleika. Meira »

„Grímulaus áróður gegn samningnum“

16:52 „Það eru vonbrigði að hann hafi verið felldur. Það kom kannski ekki á óvart miðað við að það var grímulaus áróður í gangi gegn samningnum af pólitískum aðilum sem lögðu mikið á sig við að fella hann án þess að greina frá því hvað gæti tekið við,” segir formaður Félags grunnskólakennara. Meira »

Komist aftur út á vinnumarkaðinn

16:40 „Við getum ekki horft upp á ungt fólk, þúsundum saman, stimplast út af vinnumarkaði, kannski fyrir lífstíð, ef við getum gert eitthvað í því. Það er rándýrt fyrir þjóðfélagið en það er auðvitað enn dýrkeyptara fyrir það fólk sjálft sem lendir í þessu.“ Meira »

Fer fram á 16 ára fangelsi

16:37 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á 16 ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel í september í fyrra. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Cairo, fór fram á að skjólstæðingi hans yrði ekki gerð refsing vegna þess að hann sé ósakhæfur. Meira »

Þurfa ekki að afhenda gögn frá Glitni

16:13 Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavik Media um að fjölmiðlunum sé ekki skylt að afhenda gögn sem þeir hafa undir höndum um viðskiptavini Glitnis. Þar á meðal gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og fjölskyldu hans. Meira »

Grunnskólakennarar felldu samning

15:39 Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52% en já sögðu 29,74%. FG og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamninginn 13. mars. Þetta kemur fram á vefsíðu Kennarasambands Íslands. Meira »

Að bryggju 11 mínútum eftir neyðarkall

16:27 Norski dráttarbáturinn sem verið er að dæla upp úr í Faxagarði heitir FFS Amaranth og hefur það verkefni að draga togara frá Grænlandi. Meira »

Vilja hjólaleið milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar

15:58 Fjórtán þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi þess efnis að Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, verði falið að skipa starfshóp um gerð fýsilegrar hjólaleiðar milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Meira »

„Það er blóð úti um allt“

15:33 „Það er brjálaður maður hérna inni,“ heyrist nágranni Sanitu Brauna segja þegar hann hringir í neyðarlínuna kvöldið sem Sanita lét lífið. Símtalið var spilað við aðalmeðferð þar sem Khaled Cairo er ákærður fyrir morðið á Sanitu Brauna. Meira »
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Stimplar
...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...