Færri drekka og reykja hass
Niðurstöður rannsókna meðal unglinga í 10. bekk á Íslandi sýna að hlutfall unglinga sem urðu drukknir undanfarna 30 daga hefur lækkað úr 42% árið 1998 í aðeins 9% árið 2011. Hlutfall unglinga sem reykja daglega hefur lækkað úr 23% í 5% og hlutfall þeirra sem hafa prófað hass farið úr 17% í 13%.
Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Frankfurt í dag, sem haldinn var í tilefni af forvarnarátakinu Ungt fólk í Evrópu eða Youth in Europe, sem ráðist verður í í fjölmörgum borgum í Evrópu á næstu misserum. Er það byggt á íslenskri fyrirmynd, unnið í samstarfi við evrópskar borgir og sér Reykjavíkurborg um verkefnastjórnun, en Rannsóknir og greining um rannsóknirnar. Markmiðið er að minnka líkurnar á notkun fíkniefna meðal ungs fólks.
Á blaðamannafundi í Frankfurt í dag var tilkynnt að Actavis yrði áfram fjárhagslegur bakhjarl í Evrópu og nær samningurinn um samstarf til ársins 2016.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarpaði blaðamannafundinn og sagði að Íslendingar hefðu náð góðum árangri í baráttunni gegn fíkniefnaneyslu ungs fólks. Hann sagði að sá árangur hefði náðst með því að byggja forvarnirnar á rannsóknum. Þannig hefði til dæmis verið sýnt fram á að mikilvægt væri að ungt fólk verði klukkutíma á dag með fjölskyldu sinni, stundaði íþróttir eða tómstundir með vinum og hæfi ekki áfengisneyslu fyrr en um 17 til 19 ára aldur. Ef þetta gengi eftir væru minna en 1% líkur á að það leiddist út í eiturlyf. En ef áfengisneyslan hæfist um 13 til 14 ára aldur væru líkurnar hinsvegar mun meiri.
Borgirnar sem taka þátt í verkefninu eru Reykjavík, Ósló, Helsinki, Riga, Vilnius, Sófía, Búkarest, Istanbúl, St. Pétursborg, Liepaja, Jurmala, Arilje, Kaunas og Klaipeda. Mílanó og Moskva hafa einnig skrifað undir og vonast aðstandendur verkefnsins til að borgirnar verði orðnar 25 haustið 2012 og 50 árið 2016.
„Íslenskir sérfræðingar hafa í meira en áratug rannsakað hvað það er sem skilar árangri í forvörnum,” sagði Claudio Albrecht, forstjóri Actavis, af þessu tilefni. „Actavis er alþjóðlegt fyrirtæki, en við erum stolt af íslenskum uppruna fyrirtækisins og ætlum að leggja okkar af mörkum til að kynna þessa nálgun í forvörnum í Evrópu.”
Bloggað um fréttina
-
Sigurjón Sveinsson: Bann virkar verst, forvarnir best
Innlent »
- FSu sló ríkjandi meistara úr keppni
- Fimm fá rúmar 43 milljónir
- „Þorskurinn nánast uppi í fjöru“
- „Það er allt lagt í þetta“
- Sakfelld fyrir að beita stjúpson ofbeldi
- Verkefni tengd ungmennum fengu hæstu styrkina
- „Betri án þín“ með Töru áfram?
- Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu
- „Boðið er búið og mér var ekki boðið“
- Þurfi að vernda íslenska náttúru
- Mótmæltu mannréttindabrotum gegn börnum
- Sammæltumst um að vera ósammála
- Gert að greiða miskabætur vegna fréttar
- „Frikki Meló“ kveður Melabúðina
- Sagafilm kaupir sjónvarpsrétt á Hilmu
- Þyngja dóm vegna manndráps af gáleysi
- Magnús Óli endurkjörinn formaður FA
- Aflinn dregst saman um 57 prósent
- Móttökuskóli ekki ákveðinn
- „Boltinn er bara alls staðar“
- Verndaráætlun um Hornstrandir tekur gildi
- Allir sakfelldir í innherjasvikamáli
- Ummæli í Hlíðamáli dæmd dauð og ómerk
- Sigldi líklega á staur og féll útbyrðis
- Ísland verði ekki vanrækt lengur
- Sviptir tvö skip veiðileyfi
- Bíða útspils stjórnvalda
- Gagntilboðið óaðgengilegt SA
- Dansa eins og á síðustu öld
- Mikil öryggisgæsla vegna Pompeo
- Erlendir ríkisborgarar á Íslandi 44.675
- Pompeo mættur til Íslands
- Fimm barna móðir og félagsþjónustan
- Hætta samstarfi við Procar
- Stilla saman strengi fyrir fund
- Lax enn fluttur inn
- Endurnýja 221 vegvísi í Heiðmörk
- Sækja kolmunna um langan veg
- Hæglætisveður og él víða um land
- Reyndu að flýja á hlaupum
- SGS fékk sambærilegt tilboð
- Ráðinn fréttastjóri stafrænna áskrifta
- Börn geta ekki beðið eftir stefnu
- Lækkun vísaði til grunnlauna Birnu
- Efling leggur fram gagntilboð
Fimmtudagur, 14.2.2019
- Árekstrar, ölvun, rán og hálkuslys
- Umferðartafir vegna heimsóknar Pompeo
- Segir einhverja hljóta að vita meira
- Hafsteinn í konungsríki himbrimans
- Gerir alvarlegar athugasemdir
- Fjórir fluttir með þyrlu á spítala
- Hótaði að skera mann á háls
- Ekkert ákveðið með íbúakosningar
- Fjölhæfir læknar sem leysa úr flestum vandamálum
- Kennarasambandið flytur í Borgartún
- Gögnin aðgengileg en samt ekki
- Innkalla kreisti-fígúrur
- Tveggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi

- „Þeir eru óheiðarlegir“
- Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin
- „Boðið er búið og mér var ekki boðið“
- Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón
- FSu sló ríkjandi meistara úr keppni
- Fimm fá rúmar 43 milljónir
- „Frikki Meló“ kveður Melabúðina
- Fimm barna móðir og félagsþjónustan
- Grænmetismarkaðurinn jafnar sig
- „Það er allt lagt í þetta“