Tónvísindasmiðja

Í dag hófst tónvísindasmiðja í Hörpu þar sem grunnskólabörn úr Reykjavík kanna tengsl manna, náttúru, vísinda og tónlistar í gegn um Biophiliu-verkefni Bjarkar Guðmundsdóttur. Ásamt henni koma Háskóli Íslands og Reykjavíkurborg að verkefninu en hver smiðja stendur yfir í fjóra daga.

Börnin sem eru alls 48 fá meðal annars tækifæri til að vinna með sérfræðingum á sviði náttúruvísinda, tónlistar og tölvutækni. Auk þess munu þau vinna með tónlist Bjarkar sem og með hljóðfæri hennar, en þau eru einstök og hafa sterk tengsl við náttúruvísindi og tölvutækni.

Birgir Örn Thoroddsen smiðjustjóri segir starfið hafa farið vel af stað og að börnin sem eru á aldrinum 10-12 ára séu hvött til að nýta sér reynsluna til sköpunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert