Borginni bauðst 75 milljónum meira fyrir Hvammsvík

Talsverður jarðhiti hefur fundist í landi Hvammsvíkur í Hvalfirði.
Talsverður jarðhiti hefur fundist í landi Hvammsvíkur í Hvalfirði. mbl.is/Þorkell

Skúli Mogensen, fjárfestir og aðaleigandi MP banka, fær jarðir Orkuveitu Reykjavíkur, Hvamm og Hvammsvík í Kjósarhreppi með húsakosti en án vatnsréttinda, fyrir 155 milljónir króna en fyrir um þremur árum var boði upp á 230 milljónir ekki tekið.

Á fundi borgarráðs 19. júní 2008 var lögð fram tillaga forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur um sölu á fyrrnefndum jörðum ásamt greinargerð, sem samþykkt var á fundi stjórnar Orkuveitunnar 14. apríl sama ár. Þar kemur m.a. fram að fasteignasali hafi metið jarðirnar með jarðhitaréttindum á 180 milljónir króna 2006.

Árið 2007 hafi borist tilboð í jörðina upp á 180 milljónir og var þá gert ráð fyrir takmörkuðum nýtingarrétti kaupanda á jarðhita. Lagt var til að OR seldi jarðirnar en stæði vörð um jarðhitaréttindin.

Á borgarráðsfundi 3. júlí 2008 kom fram að hæsta tilboð í jörðina hafi verið 230 milljónir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert