Gagnaver Verne Global er komið

Skipið sem flutti gagnaverið lagðist við bryggju í Helgavíkurhöfn í …
Skipið sem flutti gagnaverið lagðist við bryggju í Helgavíkurhöfn í dag. vf.is/Hilmar Bragi

Gagnaver Verne Global er komið með flutningaskipi til landsins. Það er fyrirtækið Colt í Bretlandi sem sett hefur saman 500 fermetra gagnaver úr 37 einingum sem komið verður fyrir í húsum Verne Global á Ásbrú í Reykjanesbæ. Fréttavefur Víkurfrétta greinir frá þessu.

Skipið sem flutti gagnaverið hingað kom til hafnar í Helguvík nú síðdegis.  Í fyrramálið verður hafist handa við að afferma skipið og flytja einingarnar að Ásbrú. Þar verður gagnaverið sett upp á næstu vikum og gert er ráð fyrir að gagnaverið verði komið í rekstur um áramót. Bandaríska fyrirtækið Datapipe er fyrsti viðskiptavinurinn sem fær inni í gagnaverinu.

mbl.is