Smáforrit slær í gegn á Airwaves

Lára Rúnars skemmti hátíðargestum á Nasa.
Lára Rúnars skemmti hátíðargestum á Nasa. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Vel yfir 3.000 manns hafa hlaðið niður sérstöku Airwaves-smáforriti sem Síminn framleiddi fyrir tónlistarhátíðina. Í tilkynningu frá Símanum segir að ætla megi að um helmingur þeirra útlendinga sem sækja hátíðina, hafi hlaðið niður forritinu.

Forritið, sem bæði má nota með Android og í iPhone, heldur utan um alla tónlistarviðburði Airwaves og svokallaða utan-hátíðar tónleika og með því geta notendur búið til sína eigin dagskrá og fengið áminningu fimmtán mínútum áður en tónleikar hefjast.

Að auki er hægt að fylgjast með biðröðum á tónleika í gengum forritið og sækja um 60 myndbönd sem framleidd voru um íslensku hljómsveitirnar sem spila á hátíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert