Fréttaskýring: Spá því að 1.000 fleiri þurfi fjárhagsaðstoð

Yfir 11 þúsund manns eru á atvinnuleysisskrá og útlit fyrir ...
Yfir 11 þúsund manns eru á atvinnuleysisskrá og útlit fyrir að tölur um fjölda atvinnulausra muni hækka þegar líður á haustið. mbl.is/Kristinn

Nýjar atvinnuleysistölur fyrir september sýna að fækkað hefur í hópi langtímaatvinnulausra milli mánaða. Óvarlegt er þó að draga þá ályktun að umskipti séu að eiga sér stað.

Karl Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun, hefur ekki tæmandi skýringar á þessari fækkun nú, sem er nokkru meiri en á sama tíma í fyrra, en að hluta til sé þó áreiðanlega um árstíðabundna fækkun að ræða. Að einhverju leyti gætu líka úrræði fyrir atvinnulausa á borð við aukin námstækifæri átt hér hlut að máli.

Viðbúið er að stór hópur fólks sem hefur verið án atvinnu í langan tíma missi bótarétt sinn á næsta ári og þurfi að leita eftir fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. Greinilegt var á nýafstaðinni fjármálaráðstefnu sveitarfélaga að sveitarstjórnarmenn hafa miklar áhyggjur af þessu. Frá 2006 hefur fjárhagsaðstoð sveitarfélaga aukist um 62%.

Sveitarfélög þurfa að öllum líkindum að búa sig undir að ríflega 1.000 einstaklingar, sem eru að missa rétt til atvinnuleysisbóta eftir langtímaatvinnuleysi, muni á næsta ári bætast í hóp þeirra, sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að fá þurfi nákvæmari upplýsingar frá Vinnumálastofnun áður en hægt er að segja fyrir um fjölgunina með vissu. „En okkur sýnist að það séu yfir þúsund manns sem koma inn á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna á næsta ári,“ segir hann.

Þótt dregið hafi úr langtímaatvinnuleysi í seinasta mánuði eru enn ríflega 2.000 manns á atvinnuleysisskrá sem hafa verið atvinnulausir í tvö ár eða lengur.

„Sveltitími“ í þrjá mánuði

Forsvarsmenn sveitarfélaganna vilja að bótatímabil atvinnuleysisbóta verði lengt í a.m.k. fjögur ár og helst í fimm. Bæði ASÍ og forsvarsmenn sveitarfélaga gagnrýna breytingu sem stjórnvöld leggja til í fjárlagafrumvarpi næsta árs um að eftir að þriggja ára samfelldu bótatímabili lýkur falli bætur niður í þrjá mánuði. Tímabundin heimild til atvinnuleysisbóta í fjögur ár verði framlengd með þessum takmörkum frá áramótum, og á að spara með því tæpar 800 milljónir.

Þetta hefur ekki mælst vel fyrir og tala forsvarsmenn á vinnumarkaði um þessa þrjá mánuði sem „sveltitíma“ bótaþega, sem missa bætur í þrjá mánuði og þurfa væntanlega margir að sækja um fjárhagsaðstoð til sveitarfélaga.

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir mjög sérstaka hugmyndafræði búa þarna að baki. ,,Við höfum ekki tekið undir þetta,“ segir Halldór, sem lagði á það áherslu á fjármálaráðstefnunni að mestu varðaði nú „að varna stjórnlausri fjölgun þeirra sem sækja fjárhagsaðstoð til sveitarfélaga“.

Halldór vill endurskoða lögin og tryggja jafnræði í framkvæmd meðal fólks á landinu öllu og skoðað verði hvort binda eigi fjárhagsaðstoðina mun ákveðnari skilyrðum t.d. um þátttöku í vinnumarkaðsúrræðum, námi eða vímuefnameðferð.

Þarf að spýta í lófana

Yfir 60% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá hafa verið án atvinnu í hálft ár eða lengur. Menn eru uggandi yfir atvinnuástandinu þegar líður á haustið, að sögn Ólafs Darra. Erfiðlega hefur gengið að koma fjárfestingu í gang. „Menn þurfa virkilega að spýta í lófana.“

Festast í fátæktargildru

Óformleg könnun bendir til að 42% þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga að halda í dag eigi ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Ætla má að þarna sé að hluta til um námsmenn að ræða en einnig fólk sem misst hefur bótarétt eftir langtímaatvinnuleysi og fleiri.

„Við höfum áhyggjur af því að þarna sé um hóp að ræða, sem gæti verið að festast inni í kerfi fátæktargildru,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Um helmingur þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá hefur eingöngu lokið grunnskólaprófi en ætla má að um þriðjungur starfandi Íslendinga á vinnumarkaði hafi ekki lokið framhaldsnámi að loknum grunnskóla. „Það sem skín út úr öllum þessum tölum er að þeir standa höllustum fæti sem eru með minnstu menntunina,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjarlægja þarf olíu í Skerjafirði

05:30 Nauðsynlegt getur reynst að fara í umfangsmikla hreinsun áður en ný íbúðarbyggð rís við Skerjafjörð. Vitað er að mikil olíumengun er í jarðvegi þar sem athafnasvæði Skeljungs var á árum áður. Meira »

Háar dagsektir vegna rafvagna

05:30 Strætó bs. reiknar 50 þúsund króna sektir á vagn á kínverska rafbílaframleiðandann Yutong Eurobus fyrir hvern dag sem afhending strætisvagna frá fyrirtækinu dregst. Meira »

Alls óákveðið hjá ASÍ

05:30 Þau fjórtán aðildarfélög BHM sem gengu frá endurnýjun kjarasamninga við samninganefnd ríkisins á dögunum hafa nú samþykkt samningana. Meira »

Girt fyrir lán gegn veðum í eigin bréfum

05:30 Bönkum hefur verið óheimilt að lána gegn veði í eigin hlutabréfum frá árinu 2010. Hið sama gildir um aðra samninga sé undirliggjandi áhætta á eigin bréf þeirra. Meira »

Sveitarfélög ráði fjölda fulltrúa

05:30 „Við teljum að sveitarfélögin eigi að ákveða sjálf fjölda fulltrúa í sveitarstjórn,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum. Meira »

Lítið næði til loðnuveiða

05:30 Íslensk, færeysk og grænlenskt loðnuskip voru í gær að veiðum út af Vík, en lítið næði hefur verið til veiða þar vegna veðurs síðan á sunnudag og veðurútlit er ekki gott í vikunni. Meira »

Föst í sjö mánuði í Kvennaathvarfinu

Í gær, 22:57 Maaria Pïvinen frá Finnlandi hefur neyðst til að dvelja í Kvennahvarfinu í tæpa sjö mánuði vegna þess að forræðisdeila hennar við íslenskan barnsföður hefur dregist á langinn. Meira »

Ljósabekkjum fækkar stöðugt

05:30 Ljósabekkjum hefur fækkað umtalsvert á síðustu árum, samkvæmt talningu sem Geislavarnir ríkisins stóðu fyrir.  Meira »

„Risavaxnir“ almannahagsmunir

Í gær, 22:44 „Ég er hjartanlega sammála hæstvirtum þingmanni um að um þetta eigi að ríkja eins mikið gagnsæi og mögulegt er því að hér er um risavaxna almannahagsmuni að ræða,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag um söluna á hlut ríkisins í Arion banka. Meira »

Herbergjum á lungnadeild lokað

Í gær, 22:05 Í eftirlitsheimsókn starfsmanna Vinnueftirlitsins á lungnadeild A6 í Landspítalanum að Fossvogi þann 29. janúar fundust meðal annars rakaskemmdir og megn fúkkalykt í vaktherbergi merktu 618 og lyfjaherbergi nr. 626. Fyrir vikið var öll vinna bönnuð í herbergjunum þar til búið er að gera þar úrbætur. Meira »

Vilja þvinga „of unga“ íbúa úr blokkinni

Í gær, 22:01 Margir íbúar Grindavíkur eru gáttaðir á framgöngu forsvarsmanna húsfélags 50+ blokkarinnar Suðurhóp 1 í Grindavík sem boðuðu í lok síðustu viku til húsfélagsfundar til þess að vísa hjónum og syni þeirra úr íbúð sinni. Meira »

Jarðgöngin aftur rannsökuð í ár

Í gær, 21:32 Ekkert var unnið að rannsóknum á gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar á síðasta ári. Óvíst er hvort þau verði í nýrri samgönguáætlun. Meira »

Tveggja sólarhringa seinkun frá París

Í gær, 20:55 Tveggja sólarhringa seinkun er orðin á flugi Icelandair frá París til Keflavíkur. Vél sem átti að fljúga frá París til Keflavíkur um hádegisbil í gær er á áætlun um hádegi á morgun en verulegar tafir hafa orðið á viðgerð vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Meira »

Torfærutæki beisluð á fjöllum

Í gær, 19:41 „Þetta byrjaði nú allt saman þegar ég ákvað að gera smá grín að félaga mínum sem þá var búinn að grafa sig fastan í einhverjum pirringi og komst hvergi. Þá tók ég upp spjaldtölvu og tók við hann smá viðtal og í framhaldi af því bjó ég til þessa síðu – menn verða jú að hafa gaman af lífinu.“ Meira »

Íbúar steyptu fyrstu metrana sjálfir

Í gær, 18:55 Borgfirðingar eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum en þeir komu í dag saman í Njarðvíkurskriðum og steyptu um þriggja metra langan vegakafla. Annar af skipuleggjendum viðburðarins segir að með gjörningnum vilji heimamenn senda stjórnvöldum skilaboð um að vegurinn sé gjörónýtur. Meira »

Allt um aksturskostnað á nýjum vef

Í gær, 20:24 Upplýsingar um aksturskostnað alþingismanna verða birtar á nýrri vefsíðu sem til stendur að búa til. Þetta kom fram á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Meira »

Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

Í gær, 19:34 Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins. Meira »

Vex aldrei upp úr hlutverkinu

Í gær, 18:42 Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi setur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan, þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Meira »
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Anne-Gaëlle et Benjamin
Le plus beau des voyages c'est celui que nous accomplissons désormais, celui qui...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Bækur
Til sölu mikið magn allskyns bóka, uppl í síma 8920213...
 
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...