Franskan skóg hingað

Nýræktaður skógur þekur lítið brot af landinu. Með sama áframhaldi …
Nýræktaður skógur þekur lítið brot af landinu. Með sama áframhaldi tekur 250 ár að koma honum í 2% af heildarflatamáli. mbl.is/Kristinn

Byrjað er að kanna hvort Íslendingar geti hjálpað Frökkum við að varðveita erfðaefni beykis sem vex hátt í Ölpunum. Fyrirspurn þess efnis barst Jóni Loftssyni skógræktarstjóra og segir hann að vel hafi verið tekið í hana.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að ástæða þess að Frakkar leita til Íslendinga er sú að beykitrén eiga orðið erfitt uppdráttar á upprunaslóðum í Alpafjöllum vegna hlýnunar loftslags.

Sama hlýnun breytir hins vegar möguleikum til trjáræktar hér á landi og tegundir sem Íslendingar tengja fremur við suðlægari slóðir geta þrifist hér auk þess sem hægt er að rækta skóg hærra í fjöllum. Sökum þessa segir Jón að huga verði að því hvaða tegundir henti til þess og hvar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert