Þrír menn handteknir

Lögreglan stöðvaði bíl á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu.
Lögreglan stöðvaði bíl á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu.

Þrír menn voru handteknir fyrir stundu á Hringbraut í Reykjavík grunaðir um að tengjast vopnuðu ráni sem framið var í Michelsen úraverslun í morgun. Lögreglan og sérsveitin stendur fyrir umfangsmiklum aðgerðum og fer víðtæk leit fram að ræningjunum og þýfinu í Vesturbæ Reykjavíkur.

Flóttabíll ræningjanna, blár Audi sem var stolið í gærkvöldi, fannst stuttu eftir ránið í Þingholtunum og í honum reyndist vera byssa. Samkvæmt heimildum Mbl.is telur lögregla að um eftirlíkingu sé að ræða. Ekki er þó hægt að útiloka að ræningjarnir hafi einnig raunverulegt skotvopn undir höndum.

Lögregla taldi að mennirnir hefðu skipt yfir í annan flóttabíl þar sem sá fyrri var skilinn eftir. Stuttu eftir klukkan 11 var svo annar bíll, vínrauður Mitsubishi, stöðvaður á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu og þar voru þrír menn handteknir. Grunur leikur á að bíllinn og mennirnir tengist ráninu með einhverjum hætti. Samkvæmt heimildum Mbl.is er þýfið ekki fundið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert