Gaf önnur svör

Jón Ásgeir Jóhannesson býr sig undir upphaf aðalmeðferðar. Við hlið …
Jón Ásgeir Jóhannesson býr sig undir upphaf aðalmeðferðar. Við hlið hans er verjandi hans, Gestur Jónsson. mbl.is/Kristinn

Framburður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fyrir dómi í gær um tiltekna greiðslu stangaðist á við það sem hann sagði við yfirheyrslur. Um er að ræða fimm milljóna króna bónusgreiðslu sem var innt af hendi 31. mars 2000, skv. ákæru.

Fyrir dómi í gær sagði Jón Ásgeir að þetta hefði verið bókað sem lán í bókum Baugs, Baugur hefði skuldað honum 27 milljónir í upphafi árs og hefði með þessu greitt inn á lánið, að því er segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Saksóknari benti á að hjá skattrannsóknarstjóra hefði hann sagt að um bónusgreiðslu skv. starfssamningi hefði verið að ræða. Jón Ásgeir sagði þá að þegar menn væru boðaðir í skýrslutöku kæmu þeir kaldir að borðinu og vissu ekki út í hvað þeir yrðu spurðir. Eftir að málið hefði verið skoðað betur þá hefði komið í ljós að svona lægi í því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert