Líkir Stóru systur við ofstækissamtök

Hreyfingin Stóra systir
Hreyfingin Stóra systir mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stóra systir er ekkert öðruvísi en önnur pólitísk ofstækissamtök, sagði Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður um aðgerðir neðanjarðarhreyfingarinnar Stóru systur, sem á þriðjudag afhenti lögreglu lista með nöfnum, símanúmerum og netföngum karlmanna sem eru sagðir hafa falast eftir vændi.

Brynjar var ásamt Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, verkefnisstýru vændisathvarfs Stígamóta, gestur Morgunútvarpsins á Rás tvö í morgun.

Stóra systir hefur afhent lögreglu lista með nöfnum 56 vændiskaupenda og 117 símanúmerum sem hreyfingin safnaði í rannsóknarvinnu sinni í undirheimum Reykjavíkur. Hreyfingin kynnti vinnu sína og kröfur á fjölmiðlafundi í Iðnó á þriðjudag.

Á fundinum voru m.a. lesin samtöl karlmanna við ungar stúlkur þar sem rætt var um greiðslu fyrir kynlífsþjónustu. Eitt þeirra var á mili 15 ára stúlku og 48 ára karlmanns sem sagður er vera deildarstjóri hjá opinberri stofnun.

Stóra systir segir að þrátt fyrir að löggjöf Íslendinga í þessum málum sé almennt talin til fyrirmyndar grasseri hér vændi og þrífist með þegjandi samþykki.

Fer hreyfingin fram á að gripið verði til ýmissa aðgerða, t.d. að vefsíðunni einkamál.is verði lokað, hvers konar vændisauglýsingar í fjölmiðlum stöðvaðar og starfsemi síðustu klámbúllanna hætt.

Meðlimir hreyfingarinnar komu fram í Iðnó íklæddir búrkum og kjósa nafnleysi. Hyggst hreyfingin nýta sér það að vændiskaupendur óttast mest að upp um þá komist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert