Styrktu vökudeildina í stað brúðargjafa

Magnea, Finnur og tvíburarnir Bjarki Leó og Bjartur Elí ásamt …
Magnea, Finnur og tvíburarnir Bjarki Leó og Bjartur Elí ásamt stóra bróður Hilmari Tryggva.

Vökudeild 23D,  nýburagjörgæsla Barnaspítala Hringsins, bárust síðsumars gjafir frá hjónunum Magneu Þóreyju Hilmarsdóttur og Finni Bjarka Tryggvasyni og börnum. Þau eignuðust tvíburabræðurna Bjarka Leó og Bjart Elí í janúar 2011 sem dvöldu á deildinni fram undir lok maí.

Magnea og Finnur giftu sig í sumar eftir margra ára búskap og óskuðu eftir því við brúðkaupsgesti sem vildu færa þeim gjafir að leggja frekar fé í söfnun til styrktar vökudeildinni.

Fjölskyldan vildi þannig þakka fyrir sig og hjónin vissu sem var að það var orðin bráð þörf á að endurnýja hægindastóla deildarinnar fyrir foreldra. Þar sem svo vel safnaðist gátu þau fært deildinni 12 stóla  og kerru með lúxusstól sem kemur sér afar vel fyrir þann hóp nýbura og ungbarna sem dvelja um lengri tíma á deildinni, segir í tilkynningu frá Landspítalanum.

mbl.is