Enn þrengt að öryrkjum

Guðmundur Magnússon.
Guðmundur Magnússon.

Öryrkjabandalagið segir, að enn sé þrengt að öryrkjum og sjúklingum í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár.

„Þrátt fyrir verðlagshækkanir og aukna greiðsluþátttöku fólks í lyfja- og lækniskostnaði, sjúkraþjálfun, hjálpartækjum o.fl. hefur öllum viðmiðunartölum í félagslega stuðningskerfinu verið haldið óbreyttum frá 2008. Er þar með enn þrengt að öryrkjum og sjúklingum," segir í ályktun, sem samþykkt var á aðalfundi bandalagsins í dag.

Guðmundur Magnússon var endurkjörinn formaður bandalagsins til tveggja ára.

mbl.is