Stofna nýtt flugfélag

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Skúl Mogensen, fjárfestir og fleiri hyggjast í vor hefja flugrekstur og bjóða upp á flug á milli Íslands og annarra Evrópuríkja. Verið er að ljúka samningum um langtímaleigu á nokkrum Boeing-þotum Upplýsingar um nafn á félaginu, áfangastaði og fleira verða veittar á næstunni, að því er segir í tilkynningu.

Þar kemur fram að Títan, fjárfestingarfélag sem er að fullu í eigu Skúla Mogensen fjárfestis, hafi um hríð skoðað kosti þess að hefja flugrekstur til og frá Íslandi. Sú vinna sé nú á lokastigi. Verið sé að klára samninga við stóran kanadískan flugrekenda um langtímaleigu á nokkrum Boeing-þotum. Félagið mun hafa höfuðstöðvar sínar á Íslandi og vera að fullu í íslenskri eigu.

Í tilkynningunni segir að félag utan um flugreksturinn hafi verið að fullu fjármagnað. „Það verður í meirihlutaeigu Títan, en aðrir hluthafar eru Baldur Baldursson og Matthías Imsland. Baldur er framkvæmdastjóri félagsins sem unnið hefur að verkefninu og heitir Iceland jet ehf. til bráðabirgða. Stjórn félagsins skipa Skúli Mogensen eigandi Títan, Baldur Baldursson framkvæmdastjóri, Davíð Másson forstjóri Avian Aircraft Trading og Björn Ingi Knútsson fyrrv. forstjóri Keflavíkurflugvallar og fulltrúi Norðurlanda í IATA  - alþjóðasamtökum flugrekenda. Skúli Mogensen er jafnframt stjórnarformaður hins nýja félags.

 Í tilkynningunni er eftirfarandi haft eftir Skúla Mogensen:„Þetta er afar spennandi verkefni. Við sjáum margvísleg tækifæri í íslenskum ferðaiðnaði og ég hlakka til að taka þátt í að efla hann enn frekar á komandi árum.“

Skúli Mogensen.
Skúli Mogensen. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert