Þór kominn til Vestmannaeyja

Þór siglir að höfninni í Eyjum.
Þór siglir að höfninni í Eyjum. Mynd/Óskar Pétur

Varðskipið Þór er nú komið til Vestmannaeyja. Er það fyrsta stopp þess við Íslandsstrendur síðan það sigldi af stað frá Síle í lok september. Skipið verður til sýnis í Eyjum til klukkan átta í kvöld. Hann kemur síðan til Reykjavíkur á morgun.

Ástæðan fyrir því að Þór kemur fyrst við í Vestmannaeyjum er sú að fyrsta varðskip Landhelgisgæslu Ísland hét Þór og hann kom frá Eyjum. Árið 1920 keypti Björgunarfélag Vestmannaeyja 200 rúmlesta danskan togara, Thor. 1926 ákvað ríkissjóður að kaupa skipið af Björgunarfélaginu og með þeim kaupum var Landhelgisgæsla Íslands stofnuð. Þór I. strandaði við Húnaflóa 1929. Þá var Þór II. keyptur, hann var seldur árið 1946. Þór III. var smíðaður 1951 fyrir Gæsluna og seldur 1982 og nú er Þór IV. kominn splunkunýr til landsins.

Meðfylgjandi er myndskeið sem Landhelgisgæslan hefur sett á netið sem sýnir Þór á siglingu áleiðis til Eyja.

Þór siglir til Vestmannaeyja from Landhelgisgaeslan on Vimeo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert