65% aukning gjaldþrota

mbl.is/Helgi Bjarnason

Fyrstu 9 mánuði ársins 2011 er fjöldi gjaldþrota 1.122 sem er 65% aukning frá sama tímabili árið 2010 þegar 680 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta, samkvæmt frétt Hagstofu Íslands.

Í september voru 172 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 57 fyrirtæki í september 2010. Flest eru gjaldþrotin í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

1.221 fyrirtæki nýskráð

Í september 2011 voru skráð 150 ný einkahlutafélög (ehf) samanborið við 110 einkahlutafélög í september 2010. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest einkahlutafélög skráð í Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum. Heildarfjöldi nýskráðra einkahlutafélaga er 1.221 fyrstu 9 mánuði ársins og hefur nýskráningum fækkað um 1% frá sama tímabili árið 2010 þegar 1.233 ný einkahlutafélög voru skráð.

mbl.is