Black Pistons-menn dæmdir

Ákærðu koma til þingfestingar málsins.
Ákærðu koma til þingfestingar málsins. mbl.is

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun þrjá karlmenn til fangelsisvistar í svonefndu Black Pistons-máli. Mennirnir voru ákærðir fyrir frelsissviptingu og stórfellda líkamsárás. Þá voru þeir dæmdir til að greiða fórnarlambinu rúma eina og hálfa milljón krónur í miskabætur.

Davið Freyr Rúnarsson, 28 ára, var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Davíð játaði fyrir dómi að hafa ráðist að fórnarlambinu, ungum karlmanni með höggum og spörkum. Játning hans var þó fjarri ákærulýsingu. Þar var honum ásamt Ríkharð Júlíusi Ríkharðssyni, 33 ára, gefið að sök að hafa haldið ungum karlmanni, fæddum 1989, frá kvöldi þriðjudags 11. maí sl. fram að hádegi daginn eftir. Á þeim tíma gengið í skrokk á manninum, notað til þess vopn á borð við þykkar rafmagnssnúrur, belti, slíðrað skrautsverð og hníf auk þess að kýla og sparka.

Ríkharð Júlíus sem sagður hefur verið foringi umræddra samtaka hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm.Með vætti vitna þótti ljóst að hann hefði tekið þátt í ofbeldi að litlu leyti, auk þess sem hann játaði að hafa hrint fórnarlambinu.

Þá var 17 ára piltur sem átti hlut að máli dæmdur í hálfs árs fangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert